Ein mesta snilldin á veraldarvefnum er heimasíðan ted.com - þetta eru fyrirlestara ýmissa fremstu fræðimanna, pólitíkusa, listamanna, hönnuða og snillinga samtímans. Að gleyma sér á ted.com jafnast á við að detta inná háskólafyrirlestra. Þarna er ótrúlega margt áhugavert og annað sem mér finnst vera of flókið eða sérhæft fyrir mig. Flestir fyrirlesarar eru alveg stórskemmtilegir.
Hér fyrir neðan eru linkar á nokkra af mínum uppáhalds:
Hún talar um mátt einlægninar. Þeir sem leyfa sér að vera viðkvæmir og tilfinningalega opnir eru í raun margfalt sterkari en "hin þögla sterka" týpa - Halelúja! Brené er skemmtilegur félagsfræðingur, og nýlega bættist við nýr fyrirlestur á ted þar sem hún talar um skömmina (shame)
Fyndinn fyrirlesari sem fjallar á skemmtilegan hátt um vanda hverrar nútímamanneskju við að ná tökum á jafnvægislistinni á milli heimilis og vinnulífs.
Höfundur Eat, pray, love...
Já, amen! Skemmtilegur fyrirlestur. Fyndinn. Skylduáhorf fyrir alla sem vinna í skólakerfinu ;o)
Einlæg ræða frá iMeistaranum sjálfum. Þarna nær hann aldeilis að greina hismið frá kjarnanum!
Hamingjan er furðulegt fyrirbæri og honum tekst að skýra á skemmtilegan hátt hversu "einfalt" er að höndla lífshamingjuna.
Holl og góð áminning fyrir okkur skellibjöllurnar að bera virðingu fyrir innhverfa fólkinu. Skemmtileg pæling.
Blaðateiknari sem notar myndir sínar til að ýta við fólki. Með húmor getum við breytt viðhorfi fólks. Mikið af myndum sýndar.
Ísland já takk! Meiri valkyrjan sem hún Halla er og fremst meðal kvenna.
Gladwell er snillingur. Punktur. (eða komma), því þeir sem hafa lesið Blink og Outliers ættu að kíkja á þetta líka.
Svo næst þegar þið eruð búin að fara hringinn á facebook 3x án þess að neitt nýtt sé að gera hjá vinum ykkar ættu þið að setjast á skólabekk og hlusta á fólkið sem mótar ríkjandi hugmyndarfræði nútímans.
Góða skemmtun
No comments:
Post a Comment