Dagurinn í dag er dæmigerður fyrir þá ástæðu að ég skrifa ekki eins oft og ég vildi á þessa síðu (eða aðrar síður). Þennan föstudag vaknaði ég við að litil mjúkur kroppur skreið uppí rúm með kanínuna sína, kisuna og ungbarnateppið sitt. Þannig er ljúft að vakna. Við tóku hefðbundin heimilisstörf; hafragrautur, hent í þvottavél, sturta, strákar klæddir og græjaðir í leikskóla. Vinnudagur. Ræktin. Pössun reddað svo ég gæti útréttað vegna árshátíðar sem verður á morgun. Skólastrákurinn hringir í mig og spyr hvar í ósköpunum ég sé. Þá sé ég að tími er komin til að skutla honum á sundæfingu. Hringi í frænda hans til að bjóða honum far með okkur á æfinguna. Fæ þá að vita að í stað æfingar eigi þeir að vera mættir á sundmót í Laugardalnum!!!
Hólý mólý!!! Hvernig gat þetta hafa gleymst??? Í síðdegistraffíkinni á föstudegi puðra ég bensíni eins og líterinn kostar tíkall frá Lindarhverfi í Kópavogi, uppí Grafarholt og þaðan niður í Laugardal. Sundgarpurinn minn missir af keppni í skriðsundi en nær að synda 50 m. bringu og 50 m. baksund. Sem betur fer gátu yngri strákarnir verið í pössun lengur en upprunalegt plan var. Ég kláraði árshátíðar-útréttinga. Sótti stráka úr pössun. Eldaði mat, poppaði, tannburstaði og svæfði. Nú sit ég í sófanum með stóra stráknum að horfa á Harry Potter og Fönixregluna sem lofað var að horfa á um leið og við kláruðum bókina fyrr í vikunni.
Með því að deila með ykkur annasömum degi er hvorki ætlunin að slá mig sem riddara, láta sem ég sé einhver ofurkona né er svona dagur eitthvert einsdæmi meðal íslenskra kvenna. Suma daga er kona bara á fullu frá morgni til kvölds og kemst þó ekki yfir nema hluta af því sem henni langar til að afkasta. Þannig er það bara. Það mikilvæga er þó að fyrirgefa sjáfri sér að það er ekki hægt að gera allt... er það ekki ;o)
Kannast við svona daga. Finnst allir dagar vera svona þrátt fyrir að eiga "bara" 2 orma sem eru samt að meðaltali nokkuð eldri en þínir.
ReplyDeleteTakk fyrir dagskammtinn :)
já... ég held að allar nútíma mömmur kannist við svona daga... 1 - 2 eða 5 börn... held að það skipti ekki öllu máli. Svo er það sjálfsblekking að halda að "eldri börn" þurfi minni athygli, tíma og umönnun. Það er öðruvísi umönnun kannski en ekki minni.
ReplyDeleteEn mikið sem mér þykir gaman að fá comment beint á síðuna ;o) Takk Alma mín