March 4, 2012
Laugardagsgleði og sunnudagsveiki
Ósköp er lítið gaman að borga fyrir gleði gærdagsins. Ææ og Óó - eymingja ég. Gleðin var þó mikil.
Árshátíð í Charleston búningi. Kampavín og konfetti.
Veislustjórinn þurfti nú að beita atvinnubrögðum á árshátíðargestina. Sagði að ekki væri í boði að reykja inná klósetti né mætti kveikja á stjörnuljósum innandyra.... og vinsamlegast farið eftir þessum fyrirmælum! Til að fá hljóð klappaði hann þrisvar sinnum og rétti upp hönd enda hafði hann reynslu af kennslu.
Já já... allt afar elegant og skemmtilegt. Almennilegt partý svo sannarlega.
Þessar myndir voru þó teknar í fyrr um kvöldið og á þeim má sjá hvílíkar glanspíur sem vinnufélagarnir eru.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment