March 23, 2012

Lífið er ljúft

 Ljósmynd: Agnes Ósk (Crater lake í Oregon USA)

100 hlutir sem gera mig hamingjusama:
(Þeir eru ekki raðaðir eftir mikilvægi og ekki er hægt að nefna allt það góða fólk sem mér þykir svo fjarska vænt um)
  1. Súkkulaði
  2. Göngutúr í logni og rigningarúða
  3. Vel lagaður Cafe Latte
  4. Mamma & pabbi
  5. Lambalærið hennar tengdamömmu
  6. Að stinga sér í sundlaug
  7. Að standa á fjallstoppi
  8. Systur mínar
  9. Ph lampinn sem "ég" fékk í brúðargjöf
  10. Að fara í berjamó
  11. Bergur 
  12. Trausti
  13. Logi 
  14. Bjartur
  15. Súkkulaði með hnetum
  16. Fuji epli
  17. Kvennaskóla-zaumó
  18. Að kæla sveittar tær í ferskri fjallalind
  19. Baksturslykt
  20. Æskuvinkonurnar úr Breiðholtinu
  21. Rúmið mitt
  22. Að hengja þvott útá snúru
  23. Jólatréið í stofunni heima
  24. Amma Sísí
  25. Amma Alla
  26. Að vakna á morgnanna við að hlýjir litlir kroppar skríða uppí mömmurúm
  27. Að elda góðan mat
  28. Að leggjast uppí sófa á kvöldin eftir háttatíma strákanna.
  29. Fuglasöngur
  30. Sveitarsælan í Aðaldalnum
  31. Að fylgjast með Trausta í leik með vinum sínum
  32. Dirty Dancing
  33. Að horfa á Berg keppa í handbolta
  34. Ástarjátningar sona minna
  35. Tengdamamma
  36. Að hlaupa
  37. Að renna mér á skíðum
  38. Þegar Bjartur kemur mér á óvart
  39. Að koma heim í ilmandi hreint hús
  40. Óteljandi hlutir sem Logi gerir daglega.... hann er hamingjuhlunkurinn minn
  41. Að sitja í flugvél og geta ekkert gert nema velja á milli hvítvíns og rauðvíns
  42. Að ganga niður Laugarveginn
  43. Nebbakoss frá Trausta
  44. Lyktin af nýfæddum börnum
  45. Nýfædd börn
  46. Að finna fyrir hreyfingum barna í móðurkviði
  47. Að gefa brjóst
  48. Að leggjast í heitt bað, hlusta á góða tónlist og kveika á kertum
  49. Að halda partý
  50. Sundsprettur
  51. Rjómapiparostasveppasóða sósan mín
  52. Að fara í fjallgöngu með Bjarti
  53. Fá gesti í heimsókn
  54. Að svæfa strákana mína
  55. Að sleppa því að svæfa strákana mína
  56. Grasekkjurnar mínar
  57. Að koma í framkvæmd hlutum sem ég hef frestað of lengi
  58. Þegar barn sofnar í fanginu mínu
  59. Endorfín víman eftir gott "workout"
  60. Jarðaber, AB mjólk, hunang og musli
  61. Að lesa Harry Potter fyrir Berg
  62. Þegar ég er ánægð með spegilmynd mína
  63. Að gráta þegar ég er úrvinda af þreytu
  64. Þegar maðurinn minn klípir í mig
  65. Útipúl og Kerrupúl í Laugardalnum
  66. Að klæða strákana mína í falleg föt
  67. Að kynnast nýju og skemmtilegu fólki
  68. Lyktin af rakspíranum hans Bjarts
  69. Krækiber, sykur og þeyttur rjómi
  70. Að synda
  71. Pönnukökurnar hennar Láru
  72. Að horfa á strákana mína leika sér fallega saman
  73. Frímínútur; ein á bókakaffihúsi með gott kaffi í bolla
  74. Jólamandarínur
  75. Fyrsti sopinn af ísköldum bjór
  76. Að sjá kirsuberjatré í bleikum blóma á vorin
  77. Tin Tin plakötin mín
  78. Lyktin af útlöndum
  79. Þegar synir mínir horfa á mig fullir af aðdáun (geymi þær stundir vandlega í hjarta mínu því þær munu hverfa... allavega um tíma)
  80. Að koma inná flugstöð Leifs Eiríkssonar
  81. Þegar fólk kvittar á heimasíðuna mína ;o) 
  82. Að fá stóran vönd af rauðum rósum
  83. Að leggja af stað í ferðalag með fullan bíl af börnum og búnaði
  84. Að leggjast í heita náttúrulaug
  85. Vel orðaðar setningar sem eru þrungnar af merkingu
  86. Að hlæja þar til mér verkjar
  87. Þegar RÚV hringir inn jólin á aðfangadag
  88. Að hjóla
  89. Giftingahringurinn minn
  90. Að tárast af hamingju
  91. Þegar góðir hlutir gerast fyrir fólk sem mér þykir vænt um
  92. Tilfinningaþrungin tónlist
  93. Mjúkur og heitur koss
  94. Hamborgarahryggur á aðfangadag
  95. Að sofna eftir viðburðarríkan og góðan dag
  96. Súkkulaði með lakkrís
  97. Að mæta í vinnuna
  98. Að stimpla mig útúr vinnunni
  99. Að vera líkamlega hraust
  100. Þakklæti yfir allt það góða sem í lífi mínu er

Þetta er hollt og gott fyrir sálartetrið. Mæli með því að þið gerið þetta líka. Það er nauðsynlegt að minna sig stundum á hvað lífið er dásamlegt!!!!

12 comments:

  1. Alltaf gaman að skoða bloggið þitt... og vá hvað þetta er flottur listi.

    Kv, Fríða Dóra

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Fríða Dóra, gaman að þú skulir fylgjast með... og líka að þú skulir kvitta ;o)

      Delete
  2. Þykir svo vænt um að vera á listanum þínum, þú ert líka á mínum. Líka súkkulaði...

    ReplyDelete
  3. Óstöðuga og viðkvæma konan í Garðabænum felldi bara tár við að taka til sín amk tvennt á listanum þínum. Frábær lesning..

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir kæri Garðbæingur með stóra hjartað... takk fyrir kvittið

      Delete
  4. þú ert yndi! xxx Nathalía

    ReplyDelete
  5. sannkallaður yndislestur kæra Agnes. Gladdi mitt hjarta :)

    Kveðja,
    Sigríður frænka

    ReplyDelete
  6. Þegar ég byrjaði að lesa þá rann í gegnum huga mér sú hugsun að "nú ætlar hún varla að skrifa upp 100 atriði - það er ekki hægt!" en svo tókst það og ábyggilega ekkert svo erfitt. Mikið er ég sammála þér að þetta yrðu allir að gera, og þá sér maður kannski meira þessa litlu, krúttlegu hluti í kringum mann sem gera mann ósjálfrátt glaðan en maður tekur kannski ekkert sérstaklega eftir.
    Ég ætla að byrja á mínum lista strax í dag.

    ReplyDelete
  7. Takk Harpa, mér fannst líka erfitt í byrjun en svo var ómögulegt að hætta. Eftir að ég komst í 100 atriði þá fór ég að taka út og setja ný inn og svo á ég fleiri atriði "á lager".
    Fegurðin á heima í smáatriðunum. Sumir segja að guð búi í hinu smáa og einfalda... ég held það sé rétt ;o)

    ReplyDelete