March 6, 2012
Morgunstund
Það er svo gott að vakna á morgnanna með mjúkum kroppum og fylgjast með litlum labbakútum hefja daginn. Fátt gleður móðurhjartað meira en leikgleðin og morgunhressleiki yngstu fjölskyldumeðlimanna. Ef annar þeirra sefur fastar er hinn ómögulegur þar til svefnpurrkan vaknar. Svo trítla þeir um heimilið með bíla, tindáta, playmokarla eða star wars fígúrur.
Fyrir ófáum mánuðum síðan fannst mér best að planta strákunum í sófann, kveikja á Cartoon Network eða öðru barnaefni, klára morgunverkin og klæða þá í fötin sín hálfdofna af sjónvarpsáhorfi. Guðslifandi fegin að þeir séu á einum stað án þess að þeir leggi húsið í rúst samtímis og ég geng frá. Svo fór pabbi þeirra eitthvað að skipta sér af þessum morgunvenjum. Sú stórláta kona sem ég er, lét honum þetta eftir. Okey, jæja þá... fyrst þú endilega vilt.
Mikið sem ég held að leikstund í náttfötunum sé góð leið til að byrja daginn. Mæli með að fyrsti klukkutími dagsins sé raftækjalaus ;o)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment