Ljósmynd: Tinna Stefánsdóttir
Ég hef haft margt á minni könnu síðustu viku. Ábyrgð á bekkjarskemmtun hjá skólastráknum var á mínum herðum. Ýmsir snúningar tengdust því að halda páskabingó fyrir 4. bekk og fjölskyldur. Bingóið var svo í gær og tókst prýðisvel. Svo sá mín deild um mánaðarlega átveislu í vinnunni og metnaðarfull fyrrverandi heimavinnandi húsmóðir leggur sál sína í slíkar kökuboð. Í eldhúsinu voru bakaðar stríðstertur hér í gærdag eins og karakter minn væri metin að verðleikum eftir gæðum veitinganna. Á milli bingós og baksturs fór ég á stórfenglega tónleika hjá vinkonu minni.
Mitt í þessari dagskrá nefndi minn heittelskaði að nokkrir jeppakarlar ætluðu að kíkja eftir vinnu til að vinna í þessu myndbandi og kannski skella nokkrum kótelettum á grillið í leiðinni.
Ég andaði inn og rólega út. Brosti.
Sagði svo að það væri ljómandi en það mætti ekki búast við mikilli aðstoð af minni hálfu. Það lægi ýmislegt fyrir þennan föstudag. Hann sagði; "Jájá, hafðu engar áhyggjur ég redda þessu. Þetta verða kannski svona 20 manns. Þeir koma með konurnar sínar með. Þetta verðu bara gaman"
Ég andaði inn og rólega út. Brosti.
Í kvöld stóð hann við grillið úti á palli og snéri við kjötinu. Býsna ánægður með sig. Ég sá um sósuna, kartöflurnar og salatið. Nú er byrjað að vinna við myndbandið og ég velti fyrir mér hver eigi að sjá um uppvaskið...
Nú hló ég mikið. Hefði ekki verið brill að hafa bara steikur á pappadiskum. Þeas ef þú hefðir bara staðið við þitt og "ekki aðstoðað".
ReplyDeleteVonandi verður þessi mánuður til þess að finnur þig knúna til að blogga oft áfram. Það er svo gaman að lesa þig Agnes mín.