Obbobb... tæknilegir örðugleikar ollu því að engin færsla birtist í gær.
Mig langaði að deila með ykkur síðunum mínum. Þeim bloggsíðum sem ég kíki reglulega á. Sumar kíki á nánast daglega.
Latte Lísa: er íslensk þriggja barna móðir sem býr í Belgíu. Ég þekki hana ekkert... þe. hún þekkir mig ekkert en ég ímynda mér að ég viti eitt og annað um hana ;o) Á síðunni hennar eru alltaf fallegar myndir. Oft tengt innanhús hönnun og heimilis "stíliseringar" auk matargerð og ferðalögum. Það er alltaf notalegt að kíkja í latte til Lísu. Hún er bæði rosalega smart og mega dugleg að blogga. Ég fer í fýlu ef það gerist ekki daglega... maður verður fljótt dekraður ;o)
Hither & Thiter: eru ung fríðleikshjón í New York. Fallegar myndir og ferðalög. Þau eiga lítinn og sætann unga sem þau stússast með um stórborgina. Ferlega hip og kúl... Þarna fæ ég fullt af hugmyndum um sniðuga staði til að heimsækja í NY. En þau eru líka dugleg að ferðast um heiminn.
The Pioneer Woman: þessi bloggsíða er líklega stórfyrirtæki bandarískrar konu sem flutti úr borginni og á nautgripabýli í Oklahoma til að búa til börn með "the Marlboro Man". Hún er svo algjörlega með ´etta. Skemmtilegur penni. Bjútífúl myndir. Svo er hún komin með sinn eigin matreiðsluþátt á einhverri stöðinni. Auk þess sem börnin fjögur ganga í heimaskóla. Mér finnst hún Ree stórskemmtileg... viss um að við værum vinkonur ef ég væri desperate houswife í miðríkjum USA.
Snap & Blabs: sú sem heldur þeirri síðu úti er búlgversk-ástralskur ljósmyndari og þriggjabarna mútta. Ég hef fylgst lengst með henni. Fjölskyldan seldi allt sem þau áttu og eru nú í heimsreisu. Búin að vera á flakki í rúmt ár og enn er nokkuð í að þau setjist aftur að í Ástralíu. Aðdáunarvert fólk og skemmtilegt. Myndirnar eru líka æði.
Ég var ekki búin að sjá þennan póst ;-) Mér sýnist ég vera þarna í ansi góðum hópi. Takk fyrir hrósið.
ReplyDeleteÉg var að lesa flugvallarsöguna þína. Elskaði lokin þar sem þú gekkst bara meðfram hraðbrautinni og þér fannst það slakandi. Ég þekki svona móment og það má alltaf sjá björtu hliðarnar á aðstæðum ;-)
Góða helgi ;-)