March 3, 2012

New York



Væri það ekki gott að vakna þennan laugardagsmorgun fyrir allar aldir á hoteli í New York. Finna sér huggulegan morgunverðardiner í Greenwich village. Rölta um borgina. Týnast í Kínahverfinu og finna þar furðulega leyndardóma. Taka subway uppí garðinn. Leigja sér reiðhjól og ná að anda að sér Central Park á mettíma. Taka siglingu um sundin í kringum Manhattan. Heilsa uppá Frelsisstyttuna. Setjast niður í Meatpacking district á ofursvölum veitingastað og skála í kokteil....

...dreymandi um stóra eplið!

Það merkilega er að mér var boðið í skrepputúr til stórborgarinnar í gær. 2 klukkutímum fyrir brottför! Ég afþakkaði pent... rugludallurinn sem ég get nú verið.

1 comment: