ljósmynd: wedding-birthday-cakes.blogspot.com
Merkilegt hvernig konu tekst að lifa hamingjusöm án sætinda í heilan mánuð og geta síðan ekki haft neina stjórn á sykurpúkanum þann næsta. Óþolandi. Ég trúði því svo innilega að hægt væri að lifa í sátt og samlyndi við sykurpúkann ógurlega... helvítis helvíti. Alkaeinkenni?
Annars bara góð helgi ogsvona... Fengum frændfólk í hádegismat, fórum í 2ja ára stórafmæli, áttum ljúft kósýkvöld í sófanum, gengum stóran hring um Hólmsheiði með ofvirku móðurfjölskyldu minni, sofnaði með minnsta manni og borðuðum á okkur gat í fermingarveislu.
Komst þó ekki yfir mannhæðarháa þvottahrúgu né að sinna verkefnum foreldrafélaganna beggja sem ég er í og ætlaði að haka við á "to do - listanum" ... var of upptekin við að borða kökur ;o)
No comments:
Post a Comment