March 21, 2012
ómægod... facebook fíkillinn er búin að finna svolítið svakalegra en að "hanga á línunni í sveitasímanum" - Pinterest! Þetta er algjört ÆÐI!
Frú Dreki þarf nú aldeilis að passa uppá tímastjórnunina ef hún ætlar ekki bara að ganga í efnasamband við tölvuna á næstunni. Allar þessar myndir og hugmyndir... eru þið að djóka í mér!
Er ekki alveg búin að fatta hvernig þetta virkar né út á hvað þetta gengur en heillandi er það. Mun liggja í þessu á næstunni til að skilja að þetta var einmitt það sem mig vantaði í líf mitt ;o)
Neysluhvetjandi fyrirbæri í meira lagi, reyndar. En hey, hvaða skemmtilegheit eru það ekki?
Okeybæ... verð að fara að"pinna" eitthvað
ps. takk fyrir allar fallegu kveðjurnar, þykir svo rosa svaka mikið vænt um þær
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment