Mynd: www.hitherandthither.net
Þannig að ef ég ætti töfrasprota þá myndi ég ekki bara redda gengi krónunnar, hreinsa andrúmsloftið og höfin af mengun, leysa stríðshörmunar heimsins heldur myndi ég líka veifa honum mér til gleði og ánægju. Þannig gæti ég, fyrir töfra, verið komin í fallegann garð fullann af trjáum sem skörtuðu hvítum og bleikum blómum... og ég væri auðvitað líka sjúkt mjó og með sítt þykkt hár ;o)
Mynd: www.hitherandthither.net
Annars vaknaði ég í morgun við fuglasöng. Ekki lóusöng reyndar. Líklega starri að herma eftir gsm símahringingu. Svo vorið er sannarlega að bresta á með söng.
No comments:
Post a Comment