Ljósmynd: Latte Lisa
Það er lúxus að vinna hlutastarf. Eftir að hafa verið heimavinnandi í nokkurn tíma þótti mér ótrúlega erfitt að mæta til vinnu 5 daga vikunnar en það vandist. Núna finnst mér það dásamlegt að koma heim til mín eftir 5 tíma vinnudag og njóta þagnarinnar ein með sjálfri mér. Yfirleitt tekur við dagskrá að vinnudegi loknum. Áður en litlir kútar eru sóttir í leikskólann þarf að kaupa í matinn, útrétta, vinna á þvottahrúgunni, skutla miðlungnum máttuga í ýmis æfingarprógrömm, hitta vinkonur eða sprikla í ræktinni.
Þess vegna fannst mér það hreinn unaður að koma heim í dag og gera ekkert í 2 klukkutíma áður en strákarnir yrðu sóttir í leikskólann og síðdegisfjörið hæfist. Ég lagðist uppí sófa, skoðaði blöð og hlustaði á tónlist. Úti gekk á með éljum og ég horfði útum gluggann innan úr hlýjunni.
Þegar Villingur og Tryllingur voru komnir heim úr leikskóla bökuðum við eplamúffins eftir uppskrift á síðu Latte Lísu sjá hér. Reyndar mislas ég sykurmagnið og tvöfaldaði það... það skaðaði bragðið ekki ;o) Óboy óboy... hvað sykurpúkinn er að ná yfirhöndinni um þessar mundir... en það er efni í aðra dagbókarfærslu.
ps. annars sé ég að traffíkin á síðuna hefur aukist mikið. Það er auðvitað rosalega gaman. Ég breytti líka einhverjum stillingum svo nú ætti að vera auðveldara að kommenta á síðuna. Það myndi gleðja mikið.
Úber like á daglegar færslur!
ReplyDeletefrábært að nú geti maður kvittað hér ..knús Tinna vinkona
ReplyDeleteFíla´ðig!
ReplyDeleteKv. Dísa.
yndislegar svona rólegar stundir, þó svo það nái bara nokkrum mínútum, alein með sjálfri sér!
ReplyDeleteElska svona fría klukkutíma með sjálfri mér. Svo kærkomnir því þeir eru of sjaldgæfir.
ReplyDeleteTakk takk fyrir kvittið.... er svoooo glöð... svo einmannalegt að fá ekkert kvitt ;o)
ReplyDeleteLoksins hægt að kvitta er búin að reyna nokkrum sinnum :D alltaf gaman að lesa hjá þér... Já það er sko yndislegt að fá nokkrar mín einn :)
ReplyDeleteAlltaf gaman að lesa skrfin þín Agnes mín:)
ReplyDeletekv Sædís
Jeii... gaman að geta kommentað!! Var alveg að fara með mig :)
ReplyDeleteHlakka til að geta farið að baka sjálf minn sykurskammt í stað þess að versla hann alltaf í búðinni ;)