March 1, 2012
Nú er komin mars... og snickers
Febrúar liðinn og sú sæta sérlega montin af því að hafa komist í gegnum þá þrekraun án þess að skaða nokkra manneskju. Þetta var svo auðvitað mun léttara en ég átti von á. Þannig er það með allar áskoranir sem við tökumst á við. Reyndar sótti á mig mikil kóklöngun um miðjan febrúar. Nokkuð óvænt, verð ég að segja, þar sem mér þykir "svarti dauði" ekkert sérlega góður.
Annað sem kom á óvart, þó það ætti ekki að hafa gert það, er hve sykur er dulbúin allsstaðar. Til að mynda keypti ég mér "sykurlaust súkkulaði". Það stóð framan á því stórum stöfum "no added suger" en í innihaldslýsingunni sagði kolvetni... þar af sykur 9 gr. (á hver 100 gr)!!! Já okey, kannski ekki jafn sjokkerandi og hvað sykri er troðið í flestar unnar matvörur en samt fáránlegt að ljúga svona uppí opið súkkulaðitrýnið á neytendunum.
Í dag fékk ég mér svo kók, lakkrís, karamellur og súkkulaði... Það var ágætt... en mér leið ekkert sérlega vel í líkamanum á eftir. Margir frelsaðir sykuralkar tala um að þegar að það hætti að borða sykur þá gerðist svo margt gott í lífi þeirra; húðin varð ljómandi björt, léttist um 10 kg. fyrsta mánuðinn, meltingin stórbreyttist o.s.frv. - ég fann ekki fyrir neinum þessara "aukaverkanna", í það minnsta ekki í stórkostlegu magni en í dag finn ég fyrir óþægindum í líkamanum eftir nammiátið. Svo jú, líf án sykurs er betra líf ;o)
Þess vegna ætla ég að vera sykurlaus.... eða allavega svona 90% sykurlaus áfram. Það er nefnilega fúlt að fá aldrei gotterí. Sú stjórnsama ég, þolir ekki að vera þræll sykurlöngunar. Vonandi ræð ég við undantekningarnar frá reglunni.
Nú er nýr mánuður og ný áskorun tileinkuð ári drekans. Í mars ætla ég að blogga daglega! Mér finnst nefnilega svo skemmtilegt að fylgjast með bloggsíðum sem eru uppfærðar daglega, eða allavega nokkrum sinnum í viku. Mikið sem ég dáist að þeim sem ná að viðhalda síðunum af slíku kappi. Ég hlýt að geta ráðið við það í mánuð. Þannig lofa áframhaldandi opinberunum um eigið líf, mataruppskriftum, tuði, ferðlögum, væmni, ljósmyndum og öðrum skemmtilegheitum á þessari síðu á næstunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Vá hvað þetta verður skemmtilegur mánuður fyrir okkur sem fáum að fylgjast með blogginu.
ReplyDeleteTil hamingju með sykurlausa mánuðinn Agnes mín. Þú stóðst þig aldeilis vel. 90% sykurlaus hljómar vel. Þannig hef ég haft það í mörg ár og finnst gott. Hófið er best.
Já maður finnur það á líkamanum að hann fílar betur sykurleysið. Þegar ég borðaði aftur sykur eftir að hafa sleppt honum í nokkra mánuði leið mér skelfilega næsta klukkutímann. Púlsinn á fullu og ég svitnandi eins og ég hefði bara tekið spítt eða annað slíkt. En svo smá vandist ég aftur á hann..hihi enda erum við bara einn stór vani.
Takk fyrir að setja þetta skemmtilega markmið fyrir marsmánuð, það er svo agalega gaman að lesa skrifin þín.
ReplyDeleteKv. Harpa óþekktur aðdáandi.