January 1, 2013

Halló 2013

www.bragikokkur.is

Gleðilegt nýtt ár!

Fjölskyldan var sameinuð í árslok. Pabbi kom heim með rakettuprikið. Í þetta skiptið héldum við áramótin hátiðleg heima hjá okkur, einungis fimm saman. Tímamótin voru hvorttveggja hátíðleg og heimilisleg. Sá yngsti sofnaði yfir skaupinu og allir voru komnir undir sæng fljótlega eftir kl. 1... ónei, ekkert partýstand þetta árið.

Á morgun er jólafríið búið og við tekur vinnan og hversdagsleikinn. Rútínan verður kærkomin en samt berst ég í kvöld við öfund útí grunnskólakennara, svo ekki sé talað um menntaskóla- og háskólakennara. Er ekki oft öfundsjúk, sko. En jæja, hugga mig við að dagleg rútína er notaleg.

No comments:

Post a Comment