January 21, 2013

Tilvitnun vikunar

www.forbes.com

Fyrir viku kláraði ég ævisögu Steve Jobs, stofnanda Apple. Bók sem gefin var út skömmu eftir dauða Jobs og unnin í samvinnu við hann. Bókin byggir á viðtölum við vini, samstarfsaðila og ættingja. Hún er vönduð og gefur líklega býsna raunsanna mynd af manninum. Ef eitthvað er að marka það sem stendur í bókinni varð hann svo sannarlega ekki dýrlingur. Hann var margbrotinn, dyntóttur og óvæginn í samskiptum við samferðarfólk sitt.  

Þið hafið heyrt sagt að enginn óski þess á sínum hinsta degi að hafa eitt meiri tíma í vinnunni og minna með fjölskyldunni... mig grunar að það hafi ekki átt við um Steve Jobs.  

Ég á ekki ipad, iphone né Mac... er eiginlega búin að gefast uppá ipodnum mínum því það er svo miklu auðveldara að færa gögn og hlusta á tónlist/hljóðbækur í gegnum snjallsímann. Samt sem áður tel ég Jobs hafa verið snillingur! Þess vegna deili ég með ykkur "manifesto" Apple og ræðu sem Steve hélt við útskrift Stanford árið 2005.


Er einhverju við þetta að bæta?

1 comment: