Er viðurnefni eða uppnefni sem fylgir mér. Í fyrsta sinn sem ég var kölluð ofurmamma varð ég "skiljanlega" móðguð enda sannfærð um að viðurnefninu fylgdi kaldur hæðnistónn. Síðar skildi ég að þetta var sagt af einlægni. Síðan þá hefur mér lærst að þykja vænt um þetta viðurnefni. Þau gætu verið svo miklu verri.
Ekki svo að skilja að ég sé sammála viðurnefninu, enda er ég of óþolinmóð, eirðarlaus og pirruð týpa til að standa undir nafni.
- Ég er ekkert sérlega upptekin af fullkominni næringasamsetningu fæðunnar sem strákarnir borða.
- Öryggismál á heimilinu eru ekki óaðfinnanleg.
- Ég missi stundum stjórn á skapi mínu og nota þá ekki inniröddina mína.
- Stundum of kappsöm og stundum of löt.
- Oftar en ekki beiti ég afar hæpnum uppeldisaðferðum einsog að segja; "nei, ekki, nei það er ekki í boði, NEI! (og svo nokkrum mínútum síðar) ...jæja ókey þá, en bara í þetta skiptið".
- Suma morgna fara strákarnir í leikskólann án þess að vera tannburstaðir.
Ég samþykki viðurnefnið vegna þess að mér þykir svo fjarska vænt um móðurhlutverkið. Það er eitt það allra besta sem fyrir mig hefur komið. Mér finnst félagsskapur sona minna betri en allt annað. Ég vanda mig og ber virðingu fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir að ala upp barn. Þess vegna er það markmið að verða ofurmamma fremur en að ég telji það varanlegt ástand.
Vegna þess að ég hef leitað uppi allskyns efni varðandi uppeldi og spreyti mig daglega á allskyns tiktúrum í eigin afkvæmum þá hef ég ákveðið að skrifa vikulega pistla inná síðuna um uppeldi og foreldrahlutverkið. Miðvikudagssmamman eða eitthvað álíka hressandi. Þetta verða ekki predikanir! Þetta verður vonandi jöfnum höndum til gamans og fróðleiks.
Hæ Agnes minn góði granni. Ég er nú farin að kíkja reglulega við hjá þér og finnst einhvern veginn skemmtilegra að láta þig vita af þessum heimsóknum mínum þ.e.a.s. að þú vitir að ég er farin að heimsækja þig :)og hef gaman af.
ReplyDeleteKveðja Ragnhildur
Takk fyrir Ragnhildur mín og velkomin í heimsókn ;o)
ReplyDeletestundum vantar aukaföt á strákanna. Alveg satt.
ReplyDeleteen Batman er líka stundum bara Bruce. Og meira að segja Superman. Hann er alltaf Superman, en stundum er hann samt bara blaðamaður. Penni. Eins og þú :-) góður penni, góð mamma, frábær kona. Snillingur. Geðveik ógeðslega klikkuð ofur.
Takk Korinna mín... ekki bara fyrir að minna mig á aukafötin ;o)
ReplyDelete