Nýtt ár kallar á nýja dagbók. Í dag ákvað ég að fjárfesta í þessari elsku... þrátt fyrir aulahrollinn sem heiti hennar framkallar. Hún er praktísk og ég er að stýra fimm manna fjölskyldu í úthverfi sem svo keyrir um á strumpastrætó... stoltur eigandinn er því sama klisjan og dagbókin.
Dugnaðarforkar þurfa að vera vel skipulagðir. Þessi dagbók nýtist því mjög vel. Í morgun kom ég tveimur í leikskólann áður en þeim elsta var fylgt til heimilislæknis í morgunsárið (dugleg). Því næst var skultað í skóla og ég vann mína vinnu (þrátt fyrir stuttann vinnudag þá fannst mér ég nokkuð dugleg í vinnunni). Eftir vinnu fór ég loks í langþráða jólaklippingu (dugleg&sæt). Þegar heim var komið undirbjó ég kvöldmatinn (dugleg) og stóð vaktina á diskóteki 5. bekks (dugleg). Þannig náði ég heim í háttatímann og lét miðlunginn lesa, tannburstaði og fór með bænirnar (dugleg). Loksins hafði ég næði til að baka kökur fyrir "Himnasæluna" sem verður í vinnunni á morgun (dugleg). Í stað þess að hlunka mér í sófann og horfa á heilalaust sjónvarpsefni eða hlamma mér í rúmið og lesa jólabókina mína ákvað ég að gleðja vinkonu mína (líklega einu manneskjuna sem kíkir daglega á þessa síðu) sem hafði rukkað mig um bloggfærslu fyrr í dag (dugleg).
Nýlega fékk það verkefni að skrá niður styrkleika mína. Verkefninu átti svo að skila nokkrum dögum síðar. Á þeim tíma tók ég eftir því að af og til fæ ég að heyra að ég sé dugleg. Vissulega er það gott að gaman þegar aðrir taka eftir því og nefna við mig. En stundum gæti ég gubbað
yfir sjálfa mig þegar ég er svona dugleg! Það er nefnilega list að kunna að taka því rólega og njóta augnabliksins.
Treysta því að jörðin snúist um möndul sinn án þess að þú sért með puttana í því?
Svo fór ég að hugsa... ef ég fengi örlítið oftar hrós fyrir ytra útlit... myndi ég hugsa betur um útlit mitt? Ekki misskilja, ég met mun betur eiginleikann dugnað fremur en eiginleikann sæt. Hins vegar, veitum við extra eftirtekt einmitt því sem við fáum athygli fyrir. Það er kostur að fá að heyra oftar um jákvæða eiginleika fremur en þá neikvæðu. Það væri þó verðugt markmið að fækka athugasemdum um meintan dugnað minn og auka hrós fyrir aðra eiginleika? Pæling...
Yfir og út
Skil ekki en ég hef nú kommentað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en það virðist sem það komi ekki til skila..
ReplyDeleteAllavega þá finnst mér þú bæði mjög sæt og afar dugleg og ég vildi koma því á framfæri að ég skoða þessa síður reglulega...
Sammála Láru...:-)..er líka í samsskonar pælingum....lifum í núinu!! k. Fríða
ReplyDeleteDugleg og klár! Merkilegt hvað ein færsla frá þér vekur upp þrá eftir fleiri færslum. Mann langar alltaf í aðeins meira!
ReplyDelete