January 2, 2013
"You had me at hallo"
Við kassann í Hagkaup blasti við mér fyrirsögn á forsíðu Nýs Lífs: "Ekkert foreldri læknar einhverfu". Engrar umhugsunar var þörf heldur greip ég eintak og borgaði brosandi fyrir. Í blaðinu er viðtal við átta barna móður og barnalækni. Ýr er einstaklega áhugaverð og aðdáunarverð manneskja. Í þessu viðtali ræðir hún um eigin reynslu af einhverfu. Þessar blaðsíður æstu upp lærdómsfíknina í að skilja fyrirbærið betur. Af og til grípur mig þörf til að lesa meira og skilja betur einhverfu. Rétt eins og viðmælandinn þá er ég "elska ég einhverfu". Það er svo merkilegt hvernig einstaklingar á rófinu skynja veröldina með öðrum hætti en við sem erum með leiðinlega venjulega heila.
Ef þig grípur stjórnlaus þörf fyrir að lesa meira þá mæli ég með þessum:
Reglur hússins eftir Jodi Picoult.
Skáldsaga sem er stórskemmtileg, áhugi á asperger er alls ekki skilyrði fyrir því að hafa ánægju af lestrinum. Það eina sem ég hef útá að setja í bókinni eru stöku uppeldisaðferðir móðurinnar. Spennandi bók!
Born on a Blue Day eftir Daniel Tammet.
Fyrst heyrði ég viðtal við Daniel í BBC og varð viðþolslaus þar til bókin var komin á náttborðið mitt, með hjálp amazon. Daniel er svokallað "savant" ofurheili. Hann á met í að þilja upp aukastafi pí og lærði íslensku á einni viku!!!
Let me hear your voice eftir Catherine Maurice.
Saga móður sem tekst á við einhverfu barna sinna. Þessi er eiginlega skyldulesning aðstandenda. Það sem stendur uppúr eftir lesturinn er hve magnað internetið er. Börn höfundar eru fædd í kringum ´90 og óboy hvað það var mikið erfiðara að nálgast upplýsingar og meðferðir á þeim tíma. Hún er í raun frumkvöðull í að bera út boðskap atferlisþjálfunar fyrir hönd einhverfa. Takk Catherine!
Baráttan fyrir börnin eftir Karenu Kristínu.
Reynslusaga móður um einhverfu. Þessi byggist á reynslu íslenskrar móður sem á tvö börn á rófinu. Hún leggur mikið uppúr mikilvægi rétts mataræðis og bætiefna.
Frík, nördar og aspergersheilkenni eftir Luke Jackson.
Breskur unglingsstrákur með asperger segir sína sögu. Fyndin á köflum.
Furðulegt háttarlag hunds um nótt eftir Mark Haddon.
Skáldsaga sem sögð er frá sjónarhóli drengs með einhverfu. Það er reyndar ár og aldir síðan ég las þessa ágætu skáldsögu. Á þeim tíma hafði ég ekki orðið ástfangin af einhverfu. Þyrfti að lesa hana aftur... áramótaheit kannski?
Svo fyrir fróðleiksfúsa bókaorma sem hafa nú þegar klárað jólabækurnar þá mæli ég með að þið kíkið á þessar ágætu bækur ;o)
.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ohh ég verð að kaupa mér þetta blað. Eins og þú kannski veist þá er Andri Þór meðal annars með dæmigerða einhverfu. Og núna er von á þriðja barninu, vitum ekki hvort kynið það er, en maðurinn minn sagði um daginn "ég vona að þetta barn greinist með einhverfu". Ég missti hökuna, tunguna og já jafnvel andlitið niður í gólf og spurði hann af hverju? "Nú af því þetta er svo skemmtilegt fólk!" Það er reyndar alveg rétt hjá honum, einhverfir skynja veröldina á svo yndislegan og skemmtilegan hátt :)
ReplyDelete