January 19, 2013

Upplifun

 Mynd: www.drstandley.com

Fimmtán flottar konur úr ólíkum áttum mættust í fallegum dal í miðri Reykjavík. Þær fengu spádóm, létu varðeld dáleiða sig, dönsuðu og svitnuðu í indjánatjaldi.

Reynslan var bæði sameiginleg og persónuleg.

Ferlið gengur útá að sleppa því gamla. Sigra eigið egó. Losa sig við óþægilegar hugsanir, sættast við tilfinningar, styrkja líkamann og efla andann. Að deyja en endurfæðast að nýju með hjálp frá móður jörð.

Hljómar gúgú? Það fannst manninum mínum allavega... hann hélt að ég væri tveim skrefum frá því að yfirgefa mitt fyrra líf og ganga í sértrúarsöfnuð ;o)


Mynd: www.tipi-village.com

Hér með viðurkennist það að ég var skíthrædd. Fannst þetta andlega erfitt  á meðan á því stóð en líkamlega frelsandi að því loknu. Þegar hið eiginlega svett var lokið var ég ákveðin í að endurtaka það ALDREI en degi seinna tel ég NAUÐSYNLEGT að fara aftur. Það mun taka nokkurn tíma að vinna úr þessari reynslu.

Það sem stendur eftir er:
  • ég þarf að dansa meira
  • skv. spádómnum hef ég næga orku til framkvæmda
  • drifkraftur minn er að fræðast og miðla
  • uppgjöf er mikilvægari en að gefast upp
  • verð að efla eigin seiglu
"Indjánarnir" sem stýrðu andlegu ferðalagi okkar þessa kvöldstund áttu ótal gullkorn. Það er erfitt að muna þau öll en eitt það besta var: "Núið er snúið því það er aldrei búið." - Mikill sannleikur í því!


 Mynd: Tinna

HÉR er linkur á síðu sem segir skemmtilega frá þessari upplifun.

No comments:

Post a Comment