December 22, 2012

Játningar jólafasista



 

Hvað er það mikilvægasta í við jólahátíðina?
  • kakóbolli og kósýheit? 
  • jólatónleikar sem snerta mann?
  • vandlega valin jólagjöf sem hittir í hjartastað?
  • ilmandi hamborgarahryggur?
  • jólatréið í stofunni sem sótt var úr íslenskri skógrækt?
  • stífpressaður jóladúkur?
  • ys og þys á þorláksmessu?
  • dúnmúk og skjannahvít fannbreiða?
  • jólakort?
  • ..að vera með mikilvægasta fólkinu sínu þegar kirkjubjöllur klingja? 

Í mínum huga er allt þetta mikilvægast.

Það er vissulega áskorun fyrir jólafasista að aðlaga sig að jólahátíðinni þetta árið. Húsbóndinn er í fjarlægri heimsálfu. Það fer nokkuð útfyrir hið hefðbundna handrit að hinum "fullkomnu jólum". Tilfinningaskali dramadrottningar er ýktari á jólahátíðinni. Ætli ekki sé rétt að orða það þannig; að maskari muni ekki bæta útlit mitt á aðfangadag.

Marineruð í eigin sjálfsvorkun gleymdist um stund að setja sig í spor þess sem eyðir jólunum á hótelherbergi í hættulegri borg með vinnufélögum sínum. Þrátt fyrir að hangikjöt og uppstúf sé með í för þá nær það bara ekki að fanga hinn eina sanna jólaanda. 

Strákarnir taka þessu með jafnaðargeði. Sá 10 ára er meðvitaður um að þetta sé óvenjulegt. Litlu strákarnir skynja þetta ekki þannig. Sem er gott... eða þannig?

Litlu jólin voru um síðustu helgi. Við héldum þau á Akureyri. Bærinn var svo fallegur í jólafötunum sínum. Hlíðarfjallið tók vel á móti okkur. Hamborgarahryggurinn var á sínum stað ásamt vel völdum jólagjöfum. Eftirvæntingin í augum drengjanna var sönn.










Hóhóhó... happy fo**ing xmas!

No comments:

Post a Comment