Komum við eins fram við telpur og drengi?
Gerum við sömu kröfur til kynjanna?
Hafa dætur okkar og synir sömu möguleika?
Mynd: stickershopping.com
Leikskólinn Geislabaugur tekur þátt afar skemmtilegu þróunarverkefni um stráka- og stelpumenningu í leikskólanum. Í vikunni hlustaði ég á afar fróðlegan fyrirlestur Þórdísar Þórðardóttur, lektor við Háskóla Íslands, um menningarlæsi barna. Sérstök áhersla var lögð á kynjað uppeldi.
Niðurstöður rannsókna hennar voru áhugaverðar. Meðal þess sem þær virðast staðfesta er að stelpur fá jákvæð viðbrögð frá umhverfinu séu þær "strákalega" en á sama tíma virðist sem strákar taki niður fyrir sig séu þeir "stelpulegir". Hvaða þýðingu hefur það?
Það leiðir til þess að ungar konur fá hvatningu og jákvæða athygli fyrir að vera rafvirkjar, gröfubílstjórar, verkfræðingar, flugmenn, slökkvuliðsmenn og ráðherrar. Á sama tíma og að ungir menn eru lattir til að verða hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar og leikskólakennarar. Enda takmarkaður fjárhagslegur hvati til að feta braut hinna hefðbundnu kvennastétta.
Sem merkir að leikskólatelpur hafa fleiri samfélagslega viðurkennda möguleika á að skapa sér sína framtíð heldur en drengir. Það finnst mér umhugsunarvert! Það grátlega er að þær telja sig seint nógu góðar og eru (frá unga aldri) alltaf að æfa sig í að verða betri...
Mynd: retrorush.com
Ef þú átt lausn við þessum vanda máttu skilja eftir skilaboð ;o)
Mikið hefði ég verið til í að hlusta á þennan fyrirlestur. Veistu til þess að hægt sé að nálgast hann einhversstaðar?
ReplyDeleteJá, þú hefðir haft gaman að þessum. Veit ekki hvort hægt sé að nálgast hann nema bara að mæta í tíma í Kennó?
ReplyDeleteÞeir hafa verið nokkrir fyrirlestrarnir uppá leikskóla um kynjað uppeldi og allir góðir.
Ég á sjálf 3 drengi (9, 7 og 2ja ára) og legg mikla áherslu á að þeir geti verið og gert allt sem þeim langar til! Við erum nokkuð jafnvíg á heimilisstörfin hjónakornin, vinnum bæði úti og ég er feministi og vill jöfn tækifæri fyrir drengi og stelpur....ENNNNNNNN þrátt fyrir góða viðleitni og umræður um allt ofantalið við mína flottu stráka þá eru þessir tveir eldri ótrúlega miklar rembur!!! Skil það ekki...veit ekki hvaðan það kemur eiginlega (og það fer í taugarnar á mér)!!! Fyrir nokkrum dögum tilkynnti millistykkið mér það að stelpur gætu bara EKKI NEITT í fótbolta og ástæðan: "þær eru líka stelpur!!!" ...what!!! Og sá elsti skilur ekki að hann þurfi að vera að halda SÍNU EIGIN herbergi hreinu því að það sé bara verkefni fyrir stelpur (hans orðalag!)...again WHAT!!!
ReplyDeleteBleikur Batmana hljómar vel...einfaldega vegna þess að bleikur er svo dásamlegur litur og svo veitir ekkert af smá "girl power" orku í umhverfið!!
Þú ert frábær og ég fylgist alltaf með þér :)
Kv, Elísabet suður með sjó
Takk Elísabet fyrir kvittið og hrósið.
ReplyDeleteÞað er snúið að ala upp ábyrga einstaklinga. Stöðugt er verið að herja á börn (og fólk á öllum aldri) að uppfylla ákveðna staðla. Það er áhyggjuefni þegar staðalímyndirnar verða stöðugt þrengra skilgreind.