March 28, 2013

Páskafrí

 Mynd: Tinna Stefánsdóttir

Í fyrra byrjaði páskafríið með taugaáfalli á flugvelli í París og mikið sem ég væri til í að endurupplifa það aftur í ár... tja, allavega það sem síðar tók við. Þessir páskar verða öðruvísi. Þetta frí byrjar með spennufalli í úthverfi Reykjavíkur. Ýmislegt liggur fyrir á næstunni en skírdagur verður hvíldardagur.

Sígangandi stórfjölskyldan mín ætlar að ganga 40 km leið frá Þingvöllum til Mosfellsbæjar á föstudaginn langa. Það verður gaman að taka þátt í því. Krossa fingur og vona að veðrið verði gott. Tengdó ætlar að bjóða uppá páskalamb. Einnig ætlum við hjónin að eiga gæðatíma saman - tvö ein... áður en ástkær eiginmaður minn fer til Venezuela í faðm Maríu sinnar. Strákunum hlakkar líka mikið til að fá frí frá foreldrum sínum.

Gleðilega páska

No comments:

Post a Comment