March 18, 2013

Karma

mynd: observando.net

Hafiði pælt í karma? Ekki bara í "bókstaflegum" skilningi búddismans (eða hindúisma?) um að manneskjur með skítlegt eðli verði kakkalakkar í næsta lífi... heldur karma í hversdagslífinu. 

Eitt af ótal gullkornum úr hinni heilögu bók "Eat, pray, love" fjallar um karma. Hugmyndin er þessi: við erum stöðugt að takast á við sömu verkefnin aftur og aftur í lífinu og þegar við náum að mastera verkefnið losnum við undan hringrás óþæginda.

Það er karma að falla aftur og aftur í sömu gildruna.  Karma bítur mig í rassinn þegar ég er að fresta verkefnum, því það hverfur hvorki né minnkar við frestunina. Karma "híar á mig" þegar ég borða yfir mig í veislum þrátt fyrir fögur fyrirheit um að sýna sjálfsaga.

En það er líka karma að fá til baka það sem maður gefur af sér. Með því að vera góður við náungann er líklegt að maður fá það verðlaunað. Það er skemmtilegra að aðstoða kurteist fólk en leiðindapúka. Með kurteisi og almennri elskusemi löðum við að okkur skemmtilegt fólk. Eða eins og útlendingar segja... what goes around comes around. 

mynd:pinterest.com

No comments:

Post a Comment