Myndir: www.hitherandthither.net
Úti svífa þungar snjóflögur til jarðar en samt ilmar allt af vori. Í útvarpsfréttum var sagt frá því að Lóan, hin eina sanna vor-díva sé komin að kveða burt snjóinn. Bjart er í morgunsárið og krakkarnir eru farnir að leika meira úti. Krókusarnir teygja sig uppúr moldinni. Brum er komið á runnana í garðinum og brátt fer kirsuberjatréið mitt að blómstra.
Það er ný árstíð í öðrum skilningi. Ég undirritaði ráðningarsamning á nýjum vinnustað í morgun. Mun byrja þar eftir sumarfrí. Þetta eru tímamót og fyrsti lóusöngur ársins boðar gæfu. Full tilhlökkunar bíð ég eftir að heyra í lóunni og að takast á við nýjar áskoranir á nýjum starfsvettvangi.
Mynd:dv.is
Dirrindííí... vorið er mín árstíð!
No comments:
Post a Comment