July 3, 2012
Útipúl
Í júní byrjaði ég í Útipúli hjá "Stelpunni í Laugardalnum" sem sér um Kerrupúlið líka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég æfi útipúl í Laugardalnum. Það er ekkert nema dásamlegt að hreyfa sig í þessari útivistarperlu. Svo er þjálfarinn líka snillingur! Það er eitthvað sérstaklega endurnærandi að taka á því úti í guðsgrænni - sérstaklega á sumrin.
Í þetta skiptið plataði ég ofurkonu með mér á æfingu. Við erum báðar JSB píur og hún er einn af mínum uppáhalds kroppatemjurum. Ég legg mig allavega 110% fram þegar ég er í tíma hjá henni. Hún æfir/kennir 7 til 8 sinnum í viku og er í rokna formi. Það er eiginlega ágætis mælikvarði á stórkarlalegt egó mitt að detta í hug að fá hana með mér í útipúlið ;o)
Það er bara gaman að láta "rassskella " sig 1x í viku og borga fyrir það með bros á vör.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment