Langtímaplön eru hreinlega óþarfi þegar fólk er í sumarfríi. Kvöld eitt ákváðum við að taka Herjólf til Vestmannaeyja næsta morgun og buðum með okkur mágkonu, syni hennar og tengdamömmu. Allir voru til í að stökkva af stað í dagsferð.
Keyrt var að Landeyjarhöfn árla morguns (m.v. sumarfrí), siglt í rúmanhálftíma og komum að höfn "í nýju landi". Það er eitthvað óendanlega heillandi við það að sigla útí eyju. Að safna eyjum er áhugamál - markmiðið er a.m.k. ein eyjaferð á sumri.
Miðlungurinn fékk kort þegar hann gekk frá borði og lét sem hann væri fararstjóri. Það er sjokkerandi hve létt þessi 5 ára gutti er lunkinn við að lesa útúr svona myndrænum leiðarvísum. Annars voru margir fararstjórar í þessari ferð... til að halda fjölskylderjum í lágmarki voru tveir gerðir að allsráðandi leiðangursstjórum.
Dagskráin var nokkurnvegin svona:
- Hádegissnarl við Vinaminni (ljómandi fínt kaffihús og bakarí í miðbæ Vestmannaeyja)
- Göngutúr að götunni (eintala við hæfi?) sem er grafin undir ösku eftir gosið í Helgafelli.
- Sprang (sem var erfiðara en í minningunni)
- Sundferð (sjúkt flott sundlaug)
- Ís í brauðformi (möst eftir góðan sundsprett)
- Siglt til "Íslands"
- Kvöldmatur á ókræsilegum veitingastað á suðurlandi.
Það sem hefði verið gaman að gera, hefði verið meiri tími, er að hjóla og að fara í siglingu um eyjuna... það gerum við bara næst.
No comments:
Post a Comment