July 14, 2012

Stungum af...

Innblásin af fallegu ljóði meistara Mugison fór fjölskylduhjörð á Vestfirði. Það var andvökubjart. Við sáum fyndin sel í smá dal, fengum skeinusár og mömmukoss, létum pabba blása úr nös. Verðmæt gleðitár...

Verðrið var dásamlegt. Við gistum í Bjarkarlundi, Rauðasandi, Tálknafirði og Flókalundi. Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur öll. Fékk þó að heyra frægðarsögur frá ferðafélaganum frá þeim tíma er hann flaug á milli þessara fjarða með sjúklinga, póst og túrista. Góðar sögur, vissulega. Ánægð samt að faðir barna minna fljúgi "skrifborði" í dag, með sjoppu og stífum reglugerðum ;o)

Tjaldferðalag uppá gamla mátann gladdi stóra sem smáa. Fundum tvær náttúrulaugar, önnur niðrí fjöru og hin tæplega inní landi. Guttarnir urðu þó afar sælir með að komast í "alvöru" sundlaug við stórglæsilegt tjaldstæði Tálknafjarðar. Við sáum aðeins lítið brot af Vestfjarðarkjálkanum en nóg til að kveikja í okkur. Þangað ætlum við að fara aftur. Hvílík fegurð landsins!

Myndirnar eru ekki í tímaröð en sýna brot af ævintýraferðalagi um nokkrar náttúruperlur landsins. Það mun koma sér færsla um Rauðasand, þeim heimshluta er gæti talist til himnaríkis... í það minnsta í heiðríkju og logni í byrjun júlí. 





































Það er andvökubjart
himinn - kvöldroðarskart,
finnum læk, litla laut,
týnum gras, sjóðum graut,
finnum læk, litla laut,
týnum gras, sjóðum graut.

Finnum göldróttann hval
og fyndinn sel í smá dal.
Lækjarnið, lítinn foss
skeinusár, mömmukoss,
lækjarnið, lítinn foss
skeinusár, mömmukoss.
Stingum af - 
í spegilsléttan fjörð.
Stingum af -
smá fjölskylduhjörð.
Senn fjúka barnaár
Upp í loft, út á sjó,
verðmæt gleðitár,
elliró, elliró.

Hoppum út í bláinn
kveðjum stress og skjáinn.
Syngjum lag, spilum spil,
þá er gott að vera til.
Tínum skeljar, fjallgrös,
látum pabba blása úr nös.
Við grjóthól í feluleik,
á hleðslu lambasteik,
við grjóthól í feluleik,
á hleðslu lambasteik.






No comments:

Post a Comment