Sá stórasti! Hann hefur sérstöðu því hann kom fyrstur í heiminn og með honum tekst ég á við hin ýmsu verkefni í fyrsta sinn.
Bergur nýtur sumarfrísins í botn. Fór með Ömmu-Dóru sinni norður í Aðaldalinn um miðjan júní. Þar veiddi hann silung og fylgdist með fuglavarpi. Skemmtilegast þótti honum að gefa ungum í hreiðri orma. Í sveitinni fékk hann "rafmagnstækja-detox" því þar er hvorki sjónvarp né tölva. Þar verður maður að hafa ofan af fyrir sér sjálfur og hann virðist ekki eiga í erfiðleikum með það.
Á föstudaginn fékk Bergur að fylgja pabba sínum í vinnuna. Þeir fóru í strákaferð til Boston. Hver stund sem hann á með pabba sínum er betri en flest annað. Pabbastrákur sem hann er! Kajaksigling á Charles river, heimsókn á vísindasafn, kvöldmatur á hamborgarastað, koddaslagur á hótelherbergi og klósetsetan alltaf uppi... himneskt fyrir næstum 10 ára gutta.
Pabbagull í Boston
Aðstoðarmaður í flugstjórnarklefa
Kajakfeðgar
No comments:
Post a Comment