September 2, 2012

September



Við höfum verið mikið á flakki þetta sumarið. Oftast er myndarvélin með í för. Það er ágætt að eiga sætar og penar myndir af manni á ólíkum áfangastöðum. Ég tók það skrefinu lengra í þetta skiptið. Til eru jóga-myndir af mér á ólíklegustu stöðum s.s. á toppi fjalls i þjóðgarði í USA, við Grand Canyon, á franskri strönd, við Glym í Hvalfirði, í leikskólanum og fleiri stöðum. Uppáhaldið mitt er við Reykjanestánna.

Þetta er auðvitað eins sjálfhverf gjörningur og hugsast getur... ég veit. En kannski er innsæið líka að koma skilaboðum áleiðis? Jóga ástundun mín er afar takmörkuð. Stundaði reyndar HotYoga nokkra vetrarmánuði á meðan ég var í fæðingarorlofi með þeim minnsta. Þar var þessi fallega staða æfð.

Staðan heitir standandi bogi (skv. Bikram yoga) og kostir hennar eru; aukið jafnvægi, betri liðleiki í mjóbaki, þenur út rifbeinin, styrkir maga og læri. Jafnframt á staðan að auka einbeitingu, staðfestu og þolinmæði. Innsæið er klárlega að reyna að segja mér eitthvað ;o)

Vegna þess að það er freistandi að trúa því að svörin við öllum okkar spurningum búi innra með okkur hef ég ákveðið að hlusta á þessa innri rödd. Jóga getur ekki gert mér neitt nema gott! Hvort sem það er stífa og stutta vöðva eða fyrir úttaugaða húsmóður. Hlakka svo til að byrja...

Namaste



No comments:

Post a Comment