August 31, 2012

Endalaus hamingja



...alltíplati! Hamingjan fæst víst ekki með dauðum hlutum eins og hornsófa sem rúmar fimm manna fjölskyldu. Hamingjan felst í fólkinu sem situr í sófanum. Því trúi ég og get reyndar bakkað það upp með vísindalegum gögnum. Maðurinn sem dýrategund er forrituð til að eiga samskipti við aðra. Tilfinningalíf okkar mótast af miklum hluta af því hve sterk tengsl við eigum við annað fólk. Maður er manns gaman og allt það.

Í hornsófanum hef komið mér vel fyrir og horft á heimildarmyndir um hamingjuna.  Fyrir sálfræði-wannabe og margfalt sálfræði-dropout þá er þetta sannkölluð veisla. This Emotional Life taka á ýmsum þáttum sem tengjast velferð einstaklingsins. Þetta er ekkert innihaldslaust sjálfshjálpar kjaftæði, heldur byggt á vísindalegum rannsóknum. Jákvæð sálfræði er hreinlega stórskemmtileg... og gagnleg.

Peningar, ástarsambönd og börn hafa öll áhrif á líkur einstaklingsins til að upplifa hamingjuna. Það sem kemur skemmtilega á óvart er að rannsóknir sýna að tengsl þessara þátta er með öðrum hættin en flestir búast við. Í stuttu máli má segja að:
  1. Peningar skapa hamingju.
    • Efnað fólk er hamingjusamara en þeir sem ná ekki endum saman. Það er nokkuð rökrétt ekki satt? 
  2. Rannsóknir sýna að hjón séu hamingjusamari en þeir sem ekki eiga sér maka. 
    • Þrátt fyrir að helmingur hjónabanda enda með skilnaði þá virðist ástin vera í jákvæðu sambandi við hamingjuna.
  3. Barnlaus hjón eru hamingjusamari en hjón sem eiga börn.
    • Þetta er "sjokkerinn" í þessu sambandi. Það er ekki lítið sem konu er talið trú um að börnin séu dásemdin holdi klædd og að barnlausir hljóti að vera að missa af lífshamingjunni. Staðreyndin er sú að barnafólk hefur minni tíma, orku og fjármuni til að njóta svo margs sem lífið hefur uppá að bjóða.
Margt annað kemur á óvart við leitinni að hamingjunni... það er freistandi að koma sér fyrir í "hamingjuhorninu" mínu með tölvunni í kjöltunni og deila með þeim sem glugga í Dagbókina mína nokkrum gullkornum úr þessum fræðum. Svo er líka hægt að kíkja á Ted og horfa á fyrirlestur eftir Dan Gilbert, prófessor í Félagssálfræði við Harvard, höfund þáttanna.




Reyndar held ég (án nokkurra vísindalegra gagna) að hamingjan sé oftar en ekki ákvörðun. jÞað hjálpar líka að velja sér að umgangast lífsglatt og jákvætt fólk fremur en fýlupúka...


No comments:

Post a Comment