September 30, 2012
Hjólað hér og þar
Í gær hjólaði ég 40 km um Washington DC með ástinni minni og það var dásamlegt. Hitinn var yfir 20 stig og því lítil not fyrir ullarpeysuna sem ég pakkaði niður. Var tilneydd að finna mér stutterma í búðunum... en það gekk ekki vel því nú er komið "cashmere season" í búðunum og ekki gert ráð fyrir að fólk þurfi á stuttum ermum að halda.
Lúxusvandamál?
Í dag hjólaði ég svo 3 km um Grafarholtið með strákastóðinu mínu og það var dásamlegt í mildu haustveðri og klædd flíspeysunni sem aldrei var notuð í útlandinu.
Lúxuslíf!
Það er svo skemmtilegt að fara í ferðalag en samt alltaf best að koma heim aftur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment