mynd: tulipop.is
Að setjast niður í kjarnastöðu, með hendur í bænastöðu, byrja á að óma og enda á namaste. Virkar ekki eins og þetta séu mikil átök? En boy óboy... það er nú ekki svo einfalt. Það dugar ekki að vera viljug og liðug til að ná hinum ýmsu jógastöðum. Eftir fyrsta tíma fékk ég hressilegar harðsperrur í tíma nr. tvö leið næstum yfir mig. Alveg satt! Í þeim þriðja svitnaði ég eins og svín.
Mikið dásamlega er jóga skemmtilegt svo er það líklega hollara en lýsi. Það er svo margt sem sameinast í þessari ævafornu list. Líkaminn nýtur góðs af því að teygja sig, styrkja sig og efla jafnvægið. Sálartetrið þarf jafnframt að teygja sig, styrkja og æfa jafnvægið. Nauðsynlegt er að temja hugann sem og kroppinn. Samvinna andans og efnisins er kjarninn.
En grínlaust... stundum hef ég gengið nærri mér í hinni ýmsu hreyfingu. Með góðum þjálfara hafa þolmörkin stundum verið þanin. Aldrei hef ég þó komist jafn nærri yfirliði og í jóga. Jóga! Finnst það svoldið vandræðalegt. En í hvert skipti geng ég þó út af jógastöðinni endurnærð á sál og líkama. Hver fruma stútfull af vellíðan. Þakklát fyrir að upplifa samspil eigin anda og efnis.
Namaste
No comments:
Post a Comment