Ef þið haldið að ástæðan fyrir leti á bloggsíðunni stafi af hlaupaæfingum eða ferðalögum þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Ég er dottin í tölvuleik... af fínustu sort... sá besti síðan ég týndist í Tetris. Í sumar eignuðumst við spjaldtölvu (ekki Ipad sko) og síðan hef ég varla verið viðræðuhæf.
Sem er eiginlega bara gott á frú Yfir-tölvuleiki-hafin. Meira að segja tölvusjúkum frumburðinum er hætt að lítast á blikuna og kallar þetta eiturlyfið hennar mömmu.
...jæja... þarf aðeins að vinna borð nr. 143... það er fjári snúið - okey bæ
No comments:
Post a Comment