August 29, 2012

Hamingjuhornið


Það sem vantaði í líf mitt er nú komið á heimilið. Í hamingjuhorninu er nú sófi sem getur rúmað alla fjölskylduna þegar henni hentar að horfa á sjónvarpið. Satt besta að segja þá hefur sjónvarpsdagskráin batnað stórkostlega síðan þessi kostagripur bættist í búslóðina. Þarna getur 5 manna fjölskylda legið þvert og á kross... og æft samningartæknina (lesist: rifist) um yfirráð fjarstýringarinnar.

Eftir spennandi ævintýri sumarsins er loksins, loksins, komin tími á að gerast sófakartafla!

ps. hvað vantar á þessa mynd?
svar: húsmóðurina og stoltan eiganda sófans flatmagandi þarna á púðanum með spjaldtölvuna, spilandi bubbles ;o)

No comments:

Post a Comment