February 28, 2013

Skíðavika

Fjölskyldan nýtti sér vetrarfríið í skólanum og skellti sér til Akureyrar. Fjölskyldufaðirinn er reyndar líka í vetrarfríi og mér tókst að grenja út frí úr vinnunni minni. Takk fyrir það! Vinir okkar eru heppnasta fólk í heimi þegar kemur að húsnæðisreddingum í vetrarfríum... það er nefnilega ekki hlaupið að því að finna gistingu á skikkanlegu verði á háanna tíma á Akureyri. Þeim tókst meira að segja að redda okkur húsnæði líka. Takk fyrir það!

Í sunnanáttinni sem gengur yfir landið er dásamlegt að vera norðan heiða. Við fengum yndislegt veður og ágætis skíðafæri. Með sunnanáttinni komu líka sunnanmenn. Það var bara fyndið hve margir Reykvíkingar, Garðbæingar, Hafnfirðingar og Kópavogsbúar voru á Akureyri. Það má eiginlega segja að samtímis og Garðbæingarnir bökkuðu Land Rover-um og Benz jeppum útaf bílastæðinu við Hlíðarfjall hafi Fossvogurinn keyrt inná bílastæðið á Land Cruser-um og Volvo jeppum.

Strákarnir litlu renndu sér aðallega í barnabrekkunni. Þar er svo fínt "töfrateppi" sem bera þá "upp á topp". Mesta sportið er þó að fara í stólalyftuna. Við fórum nokkrar alvöru ferðir, jafnvel þó Logi ráði ekki alveg við það. Það er bara svooo erfitt að vera minnstur og mega ekki gera eins og stóru bræðurnir.

Annars á þetta bara að vera útivera og samvera í fjallinu. Aðstaðan er til fyrirmyndar og ekki slæmt að tjilla bara í góða veðrinu. Við klikkuðum á að bóka skíðaskóla fyrir strákana fyrir fram. Það var uppfullt þegar við vorum mætt á staðinn! Gerum ekki þau mistök aftur ;o)

Eftir þrjá skíðadaga tókum við frí (frá fríinu) og keyrðum til Siglufjarðar og fórum í sund á Ólafsfirði. Mikið er Siglufjörður fallegur bær! Þangað ætlum við að koma aftur. Sundlaugin á Ólafsfirði var líka stórskemmtileg. Það er svo gaman að heimsækja nýja staði.

 Bruntapparnir 

Leikið í snjónum 

 Töffari á töfrateppi 


 Nestispása
"Vörðurinn" og "Stjórinn" ...endalaust í óskiljanlegum hlutverkaleik. 

Svona vandar maður sig að teikna

Capt. Uppvask... og nei, þetta var ekki sögulegur atburður ;o) 

Gott að borða

 Unglingur "in the making"

 Bakarí í fallegu húsi á Sigló

Hey þessir eru sætir... hlutlaust mat!

 Trúðurinn
 Skipstjórinn

Málamiðlarinn


 Falleg uppgerðu húsin og hafnarsvæðið bara bjútífúl

 Jóga lærlingur 

 Jóga meistarinn


 Séð frá skíðasvæðinu við Siglufjörð

 Hinn ægifagri Héðinsfjörður

 Tjill í "húsinu okkar"



No comments:

Post a Comment