Þær hafa verið misstórar og mismikið í þær lagt. Veisluhald er eitt það skemmtilegasta sem ég geri... grínlaust! Það er þó kúnst að halda barnaafmæli. Sérstaklega þegar það er haldið samhliða því að tekið er uppúr töskum eftir ferðalag. Það er skylda að afmælisbarnið njóti sín.
Trausti varð 6 ára í gær. Þetta var langþráður afmælisdagur. Að verða 6 ára er stórafmæli! Hann er næstelsta barnið á leikskólanum og finnst það frekar töff. Mér finnast þessi 6 ár hafa liðið alltof fljótt og samtímis verið afar viðburðarrík.
Að þessu sinni stóðu hátíðarhöldin frá morgni og fram á kvöld!
Afmælisbarnið var vakið með kostum og kynjum að morgni dags. Við vöktum hann með söng gáfum pakka og, að eigin ósk, fékk Trausti amerískar pönnukökur egg og ávexti í morgunmat.
Á leikskólanum voru hefðbundin hátíðarhöld. Kóngurinn á Fjallinu var krýndur afmæliskórónu og enn var sungið fyrir hann.
Síðdegis komu frændsystkini afmælisbarnsins, tóku þátt í leikjum og fengu dýrindis afmælistertu. 5 systkinabörn eru fædd á því herrans ári 2007 og því gaman að leyfa þeim að njóta dagsins án afskipta foreldra sinna.
Ömmur og afar, langamma, frænkur og frændur komu, sóttu börnin og fengu kvöldmat í tilefni dagsins.
Afmælisbarnið átti góðan dag. Trausti fékk fallegar gjafir og í þetta skiptið naut hann þess að vera "aðal" í eigin fjölskylduafmæli. Tilgangnum var náð!
Til hamingju með Trausta! Fíla kökuna í botn...
ReplyDeleteTakk Dísa... kakan var stjarna dagsins (á eftir afmælisbarninu) og ég á engan heiður af henni ;o)
ReplyDelete