February 28, 2013

Skíðavika

Fjölskyldan nýtti sér vetrarfríið í skólanum og skellti sér til Akureyrar. Fjölskyldufaðirinn er reyndar líka í vetrarfríi og mér tókst að grenja út frí úr vinnunni minni. Takk fyrir það! Vinir okkar eru heppnasta fólk í heimi þegar kemur að húsnæðisreddingum í vetrarfríum... það er nefnilega ekki hlaupið að því að finna gistingu á skikkanlegu verði á háanna tíma á Akureyri. Þeim tókst meira að segja að redda okkur húsnæði líka. Takk fyrir það!

Í sunnanáttinni sem gengur yfir landið er dásamlegt að vera norðan heiða. Við fengum yndislegt veður og ágætis skíðafæri. Með sunnanáttinni komu líka sunnanmenn. Það var bara fyndið hve margir Reykvíkingar, Garðbæingar, Hafnfirðingar og Kópavogsbúar voru á Akureyri. Það má eiginlega segja að samtímis og Garðbæingarnir bökkuðu Land Rover-um og Benz jeppum útaf bílastæðinu við Hlíðarfjall hafi Fossvogurinn keyrt inná bílastæðið á Land Cruser-um og Volvo jeppum.

Strákarnir litlu renndu sér aðallega í barnabrekkunni. Þar er svo fínt "töfrateppi" sem bera þá "upp á topp". Mesta sportið er þó að fara í stólalyftuna. Við fórum nokkrar alvöru ferðir, jafnvel þó Logi ráði ekki alveg við það. Það er bara svooo erfitt að vera minnstur og mega ekki gera eins og stóru bræðurnir.

Annars á þetta bara að vera útivera og samvera í fjallinu. Aðstaðan er til fyrirmyndar og ekki slæmt að tjilla bara í góða veðrinu. Við klikkuðum á að bóka skíðaskóla fyrir strákana fyrir fram. Það var uppfullt þegar við vorum mætt á staðinn! Gerum ekki þau mistök aftur ;o)

Eftir þrjá skíðadaga tókum við frí (frá fríinu) og keyrðum til Siglufjarðar og fórum í sund á Ólafsfirði. Mikið er Siglufjörður fallegur bær! Þangað ætlum við að koma aftur. Sundlaugin á Ólafsfirði var líka stórskemmtileg. Það er svo gaman að heimsækja nýja staði.

 Bruntapparnir 

Leikið í snjónum 

 Töffari á töfrateppi 


 Nestispása
"Vörðurinn" og "Stjórinn" ...endalaust í óskiljanlegum hlutverkaleik. 

Svona vandar maður sig að teikna

Capt. Uppvask... og nei, þetta var ekki sögulegur atburður ;o) 

Gott að borða

 Unglingur "in the making"

 Bakarí í fallegu húsi á Sigló

Hey þessir eru sætir... hlutlaust mat!

 Trúðurinn
 Skipstjórinn

Málamiðlarinn


 Falleg uppgerðu húsin og hafnarsvæðið bara bjútífúl

 Jóga lærlingur 

 Jóga meistarinn


 Séð frá skíðasvæðinu við Siglufjörð

 Hinn ægifagri Héðinsfjörður

 Tjill í "húsinu okkar"



February 27, 2013

MM 05: Barnaafmæli

Á síðustu 10 árum hef ég haldið 20 sinnum uppá barnaafmæli. Ef tekin eru með bekkjar / leikskólaafmæli eru veislurnar nær 30!

Þær hafa verið misstórar og mismikið í þær lagt. Veisluhald er eitt það skemmtilegasta sem ég geri... grínlaust! Það er þó kúnst að halda barnaafmæli. Sérstaklega þegar það er haldið samhliða því að tekið er uppúr töskum eftir ferðalag. Það er skylda að afmælisbarnið njóti sín.

Trausti varð 6 ára í gær. Þetta var langþráður afmælisdagur. Að verða 6 ára er stórafmæli! Hann er næstelsta barnið á leikskólanum og finnst það frekar töff.  Mér finnast þessi 6 ár hafa liðið alltof fljótt og samtímis verið afar viðburðarrík.

Að þessu sinni stóðu hátíðarhöldin frá morgni og fram á kvöld!

Afmælisbarnið var vakið með kostum og kynjum að morgni dags. Við vöktum hann með söng gáfum pakka og, að eigin ósk, fékk Trausti amerískar pönnukökur egg og ávexti í morgunmat.


Á leikskólanum voru hefðbundin hátíðarhöld. Kóngurinn á Fjallinu var krýndur afmæliskórónu og enn var sungið fyrir hann.

Síðdegis komu frændsystkini afmælisbarnsins, tóku þátt í leikjum og fengu dýrindis afmælistertu. 5 systkinabörn eru fædd á því herrans ári 2007 og því gaman að leyfa þeim að njóta dagsins án afskipta foreldra sinna.












Ömmur og afar, langamma, frænkur og frændur komu, sóttu börnin og fengu kvöldmat í tilefni dagsins.


Afmælisbarnið átti góðan dag. Trausti fékk fallegar gjafir og í þetta skiptið naut hann þess að vera "aðal" í eigin fjölskylduafmæli. Tilgangnum var náð!

February 20, 2013

Vetrarfrí

Þar sem ég er búin að stimpla mig út úr daglegri rútínu og er ákveðin í að njóta vetrarfrísins læt ég það duga að setja bara inn þessa hlekki:

  • 25 leiðir til að vera yfirvegað foreldri. Rakst á þetta á Pinterest og hef ákveðið að læra þessar reglur eins og skólaljóðin góðu.
  • Nokkur ráð til að venja börn á "franskar" matarvenjur. Frakkar eru yfirleitt með 'etta!
  • Frábær TED fyrirlestur um hvernig skólakerfið drepur sköpunarkraft barna. Skemmtilegri en þú gætir grunað ;o)



Kveðja
Agnes

February 18, 2013

Tilvitnun vikunar: 04



"Það eru allir snillingar. En ef þú dæmir fisk eftir því hve flinkur hann er að klifra tré mun hann trúa því alla ævi að hann sé vitlaus."

Albert Einstein er einn mesti hugsuður vestrænnrar menningar. Auðvitað er hann fræðgastur fyrir afstæðiskenninguna (sem ég veit ekkert um) ... en satt best að segja, þá held ég meira uppá það sem Einstein sagði um fólk.

February 13, 2013

MM 04: Skapandi búningar

Valkvíði á viðfangsefni í uppeldispistli vikunar. Öskudagurinn setur tóninn...



Íslenskir leikskólar eru metnaðafullar stofnanir. Þar er unnið mikilvægt starf. Þeir hafa þýðingamikið gildi fyrir jafnrétti í samfélaginu. Jafnrétti óháð stöðu foreldra barnanna. Krakkarnir eru ekki bara í pössun á meðan foreldrarnir vinna heldur eru leikskólar menntastofnanir. Það er allavega sú krafa sem foreldrar ættu að setja fyrir börnin sín.

Meginþættir Reggio Emilia leikskólanna fela í sér sjónrænt uppeldi. Þeir hvetja börnin til að virkja öll sín skilningarvit og skapandi hugsunar. 

Á Reggio-leikskólanum Geislabaugi gera börnin sjálf sína öskudagsbúninga. Sem foreldri með flottræfilshátt hefur mér stundum fundist glansgallar úr búðum flottari. En sem starfsmaður á leikskóla er ég alveg heilluð af sköpunargáfu og hæfileikum barna til að útbúa sinn eigin búning. Í dag var ég á öskudagsballi með ótal útgáfum af súpermönnum og garðabrúðum en líka einhyrningum, grænum hestum, blómálfum, eitruðum kóngulóm og ávaxtakóngum.

Börnin voru svo ánægð með útkomuna og örugg með sinn búning.

Í hugmyndafræði Reggio er það ferli sköpunar sem skiptir jafnmiklu eða meira máli en loka niðurstaðan. Gleðin við að skapa sitt eigið er ómetanleg. Fjöldaframleiddir nælongallar líta vissulega betur út. Það velkist engin í vafa um "hvað þú ert" í slíkum galla. Munurinn er sá búningur barnsins er hans sköpunarverk og getur verið stolt af sínu framlagi.

Hlutverkaleikir með búninga, heimagerða eða búðarkeypta, eru skemmtilegir og þroskandi. Ekki bara á öskudaginn.

February 11, 2013

Tilvitnun vikunar 03

Love this!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Þið sem hafið séð myndina The Help eða lesið bókina þekkið þessi orð. Ég hafði afar gaman af myndinni en hef ekki lesið bókina. Geri það einhvern daginn. Svo margar bækur sem ég á eftir ólesnar...

Það væri ekki vitlaust að fara með þessa möntru daglega. Hugsanlega á nærfötunum fyrir framan spegilinn og horfast í eigin augu. Rétt til þess að minna sig á að þetta er allt rétt og satt. Það er nefnilega mikilvægara að klæða sig í réttar hugsanir á morgnanna en að raða saman réttum flíkum. 

Smá sýnishorn úr myndinni:



February 9, 2013

Áramót í Hong Kong



Eitt eftirminnilegasta ferðalag síðari ára var helgarferðin til Hong Kong fyrir rúmu ári. Þangað flaug ég til að eiga stefnumót með manninum mínum. Ferðalagið austur var ævintýralegt eins og gjarnan er hjá standby farþegum. Til að vera jákvæð þá segi ég að hálfur sólarhringur í París hafi verið bónus. Þar komst ég meira að segja á séns... þó ég hafi reyndar verið fremur óttaslegin yfir að vera rænd eða missa af tengifluginu fremur en franski sjarmörinn yrði óviðeignadi fjölþreifinn ;o)



 Strandaglópur í París

Hvílíkur dýrðardagur að hausti

Þetta fyrsta ferðalag mitt til Asíu og ég varð alveg heilluð. Dagarnir þrír sem við áttum í Hong Kong eru  sem hálfur mánuður í minningunni. Ég iða í kroppnum að komast aftur austur... dreymir um Malasíu, Víetnam, Balí og Tæland. Þar til sá draumur verður að veruleika get ég iljað mér við þessar myndir.

 Hong Kong er einn þéttbýlasti staður jarðar. 

 Nýlent og fersk 

 "Jólastemmning" í Kína 


 Þessi fjölbýlishús færu létt með að hýsa heilu reykvísku úthverfin

Í kláf á leið til Tian Tan Buddha




 Stærsta Buddha líkneski heims


Stórfenglegur Buddha

 Aberdeen höfn

 Í siglingu um höfnina


 Skipstjórinn okkar





 Veitingastaðurinn (sbr. spilavítið í nýjustu Bond myndinni ;o)

 Frú Dreki 

Í sporvagni uppá Viktoria Peak


 Eeeeeelska að vera túristi 


 Angry birds? Fuglamarkaður





 Mong Kok markaður - í fyrstu sem himnaríki og að lokum sem helvíti



 Á leiðinni á Grillstað kvöldsins... á fjórðu hæð, framhjá naglastúdíó, tattóstofu, íbúð og hárgreiðslustofu

 Grillað uppá þaki með iðandi markaðinn á götunni fyrir neðan... fáránleg og skemmtileg upplifun




Nokkrum klukkutímum síðar var frúin mætt í flug til Kaupmannahafnar með millilendingu í Helsinki. Þar hljóp ég í gegnum flugstöðina án þess að sjá fjárfesta í einum einasta Ittala kristal né múmínbolla til að ná vélinni til Kastrup. Þar tók ég lestina inní bæ og trítaði mig með hindberjatertu og mocca á Cafe Norden.

Heimsferð á einni helgi... það gleymist ekki svo glatt!

Ári drekans er að ljúka. Á morgun hefst ár snáksins. 

Gleðilegt nýtt ár