June 24, 2012

Lítill



"Ég er ekki lítill. Ég er stór, 9 ára" segir sá minnsti. Hann verður enn lítill þegar hann verður níu ára. Það eru örlög yngstu barnanna að vera alltaf lítil...

Þessi gleðibomba hefur alveg sérstakt lag á að skríða uppí rúm hjá foreldrum sínum án þess að þau taki mikið eftir því. Með koddann undir hendinni, snudduna uppí sér og með gulu kanínuna sína mjakar hann sér mitt á milli pabba og mömmu og sofnar. Slakur kroppurinn liggur þétt upp við hlýja mömmu án þess að trufla svefn hennar mikið. Hann hefur alla tíð haft sérstakt faðmlag... eitthvað sem minnir mig á kóalabjörn.

Auðvitað kemst hann upp með margfalt miklu meira en eldri bræður hans. Það eru forréttindi þeirra minnstu... eða sárabót.


No comments:

Post a Comment