June 15, 2012

Hreyfing dagsins


Eftir vinnu stökk ég heim og fór í spandex gallann. Stökk uppá hjólið mitt og stefndi á Úlfarsfellið. Hjólaði svo langt sem fákurinn dreif. Renndi mér þá af hnakknum og gekk eins hratt og ég gat uppá topp (mið-hnjúkinn). Það tók svo mikið sem 36 mínútur heiman frá mér! Tíminn kom á óvart. Ég ímyndaði mér að þetta væri tímafrekara en svo.

Í sekúndubrot fann ég fyrir vonbrigðum yfir að þetta tæki ekki lengri tíma, þar sem þetta kom í staðin fyrir fyrirhugaða Esju göngu í dag og það tekur mig 45-50 mín upp að Esju-Steini. Svo ákvað ég að þetta væri ekkert svindl þar sem ég ætti eftir að hjóla heim líka. Heildarferðalagið (með stoppi á toppi þar sem þessi "verðlaunamynd" var tekin) var 1 klst. og 23 mín.

Þetta verður endurtekið fljótlega. Það er gaman að blanda saman göngu og hjólreiðum. Næst á stefnuskránni er að hjóla í Árbæjarlaug, synda 1000 m og hjóla til baka - en ekki í dag ;o)

Veikindin hafa truflað metnaðarfull áform mín um útihreyfingu 5x í viku. Það þýðir ekkert að láta það ergja sig. Ég er komin af stað. Love it!


No comments:

Post a Comment