June 22, 2012

Hjólandi spólandi

 Prakkarabræður (fyrirmælin voru að vera ekki með fíflaskap)


Það er ogguponsulítil hjóladella á heimilinu þessa dagana. Húsbóndinn hjólar upp á heiði og leitar uppi ævíntýrarlegar leiðir eftir malargötum sem ótal unglingavinnu-hópar hafa lagt á liðnum áratugum. Hann er vanari að spóla um á krafmeiri fákum en "stígvélum" en líkar vel. Mongoose fjallahjólið er allavega brúkað meira þessar vikurnar en drullumallarinn í bílskúrnum.

Strákarnir litlu hjóla orðið í leikskólann flesta morgna. Trausti hjólar eins og herforingi án hjálparadekkja. Logi Baldur er nýkomin á hjól með hjálparadekk. Hann hefur ekki náð jafngóðum tökum á jafnvægishjóli (hjól án pedala) eins og Trausti gerði en er alsæll með að vera á gamla Spiderman hjólinu hans Bergs.

Ég hef látið mig dreyma um að sitja upprétt á fallegu dönsku kvennhjól með breiðum hnakki eins og fín frú. Fékk svoleiðis hjól í nokkurn tíma og fann þá um leið hversu gott fjallahjól ég átti fyrir... sbr söguna um græna grasið hinum megin ;o)

Okkur var boðið í tvöfalt afmæli í næsta holti - hinum megin við vatnið. Veðrið í dag er dásamlegt og okkur fannst tilvalið að hjóla þangað. Það kom á óvart hve ótrúlega stuttar vegalengdirnar eru... rúmir 4 km á milli heimili okkar systra sem tók 5 manna fjölskyldu 17 minútur að hjóla rösklega. Það liggur við að kona verði svekkt með að "afrekið" sé hvorki lengra né tímafrekara.

Bjartur og Trausti á blússandi ferð á "skrítna hjólinu" 


Agnes & Logi í hægindasætinu




No comments:

Post a Comment