Mynd: http://www.facebook.com/peacefulparenting
Fyrst hugsaði ég bingó! Nákvæmlega!
Svo hugsaði ég... "hjarta mitt var ekkert tómt" þegar ég var barnlaus. Það er alveg hægt að lifa innihaldsríku lífi barnlaus, á hreinu heimili með fullt veski af seðlum.
Næst hugsaði ég með mér hvað gerði ég við tímann minn áður en ég átti börn?
...loks gat ég ekki hugsað neitt meira með mér því ég þurfti að blanda djús handa stórskemmtilegri fjögurra ára nágrannavinkonu okkar sem gengur um heimilið eins og hún búi hér, skipar strákunum mínum fyrir eins og herforingi og spyr afhverju hún megi ekki leika með borvélina í bílskúrnum.
No comments:
Post a Comment