April 29, 2013

Vetur eða sumar eða vetur?

Við skelltum okkur á skíði í Bláfjöllin í yndislegu veðri og frábæru færi. Það er skömm að segja frá því að við höfum oftar skíðað í Hlíðarfjalli á norðurlandi í vetur en í Bláfjöllum sem eru í 20 mínútna fjarlægð frá okkur. Samt hafa aðstæður til skíðamennsku verið góðar í vetur fyrir okkur Sunnlendingana. Svo er bara mjög gott fyrir smáfólkið að skíða í Bláfjöllum. Svæðið er til fyrirmyndar.







Síðasti vetrardagur var sannkallaður vetrardagur. Bræðurnir voru dregnir í leikskólann á snjósleðunum sínum. Þeir voru vel útbúnir fyrir þennan 5 mínútna spotta sem það tekur að komast í leikskólann.



Sumardaginn fyrsta fórum við í bíltúr í Hvalfjörðin. Markmiðið var að finna krækling í fjörunni... framkvæmdarstjóri skemmtanamála fjölskyldunnar ímyndaði sér rómantíska fjöruferð sem yrði fylgt eftir með enn rómantískri kræklingamáltíð. Tja. Við fórum í stutta en skemmtilega fjöruferð í -1 gráðu hita og norðanstrekkingi. Við fundum nokkrar skeljar en tæplega nóg upp í "nös á ketti" Þess vegna var notalegt að fara í sund eftir bíltúrinn og kvöldmaturinn var stórkostlegur hamborgari á American Style ;o)









Vorið kemur... einn daginn... eða verður af og til... eða skiptir það máli?

No comments:

Post a Comment