April 30, 2013

Þróunarsagan



Fyrst var það Sviss Mocca og ég keyrði langar leiðir til að sækja hina fullkomnu blöndu kakós, kaffis og rjóma.

Næsta skref í þróuninni var Cafe Latte. Gerðar voru tilraunir heimavið til að fullkomna mjólkurkaffið. Hins vegar langaði mig alltaf mest í Latte gerðan af Baristo snillingi og keyrði því enn langar leiðir til að sækja besta  latte-inn í bænum.

Svo kom þessi fallega Nespresso kaffivél í mitt líf og besta kaffið í borginni er í eldhúsinu mínu. Í þetta skiptið er froðan sett ofan á til skrauts þegar mikið liggur við.

Vesenið er þó ekkert mikið minna því kaffihylkin góðu fást ekki í lausasölu á Íslandi! Ég auglýsi eftir söluaðila að þessari dásemd.


No comments:

Post a Comment