April 3, 2013

Píslarganga: Þingvellir-Mosfellsbær

Í móðurfjölskyldunni minni eru nokkuð margir garpar sem mynda gönguhóp. Píslarganga á Föstudaginn langa er að verða hefð. Síðustu tvö ár var farin lengri leiðin frá Mosfellsbæ og uppá Grafarholt, alls 22 km ganga. Þá var gengið uppá fell í nágrenninu framhjá Reykjalundi og komið niður við Hafravatn, gengið framhjá Langavatni og Reynisvatni. Með miklum vilja er hægt að sjá leiðina á kortinu fyrir neðan
 Í ár var píslargangan enn metnaðarfyllri eða 40 km ganga frá Þingvöllum og inní Mosfellsbæ.

 

Leiðinni var skipt upp í fjóra áfanga. Það var vitað fyrirfram að ekki myndu allir garparnir ganga alla leiðina. Þannig gátu fleiri tekið þátt og sniðið stakk eftir vexti. Bergur tók þátt og gekk fyrsta partinn; alls 15 km! Nokkuð gott hjá honum... aldrei hefði ég nennt þessu þegar ég var á hans aldri! Sindri Snær frændi okkar og jafnaldri Bergs gekk enn lengra eða rúma 20 km.

Veðrið var alveg dásamlegt. Örfá ský á lofti og hár bærðist vart á höfði. Hiti um 5 gráður. Þannig var það aldeilis ekki í fyrri píslargöngum. Gengið var eftir gömlum veg sem nú er nýttur sem reiðstígur. Það var því engin hætta á að týnast. Eini gallinn var færðin, vegurinn var mjúkur og oft drullusvað. Við þurftum því að ganga móa og mela meðfram veginum. Óhætt er að segja að það hafi hægt á göngumönnum.
























No comments:

Post a Comment