April 30, 2013
Þróunarsagan
Fyrst var það Sviss Mocca og ég keyrði langar leiðir til að sækja hina fullkomnu blöndu kakós, kaffis og rjóma.
Næsta skref í þróuninni var Cafe Latte. Gerðar voru tilraunir heimavið til að fullkomna mjólkurkaffið. Hins vegar langaði mig alltaf mest í Latte gerðan af Baristo snillingi og keyrði því enn langar leiðir til að sækja besta latte-inn í bænum.
Svo kom þessi fallega Nespresso kaffivél í mitt líf og besta kaffið í borginni er í eldhúsinu mínu. Í þetta skiptið er froðan sett ofan á til skrauts þegar mikið liggur við.
Vesenið er þó ekkert mikið minna því kaffihylkin góðu fást ekki í lausasölu á Íslandi! Ég auglýsi eftir söluaðila að þessari dásemd.
April 29, 2013
Vetur eða sumar eða vetur?
Við skelltum okkur á skíði í Bláfjöllin í yndislegu veðri og frábæru færi. Það er skömm að segja frá því að við höfum oftar skíðað í Hlíðarfjalli á norðurlandi í vetur en í Bláfjöllum sem eru í 20 mínútna fjarlægð frá okkur. Samt hafa aðstæður til skíðamennsku verið góðar í vetur fyrir okkur Sunnlendingana. Svo er bara mjög gott fyrir smáfólkið að skíða í Bláfjöllum. Svæðið er til fyrirmyndar.
Síðasti vetrardagur var sannkallaður vetrardagur. Bræðurnir voru dregnir í leikskólann á snjósleðunum sínum. Þeir voru vel útbúnir fyrir þennan 5 mínútna spotta sem það tekur að komast í leikskólann.
Sumardaginn fyrsta fórum við í bíltúr í Hvalfjörðin. Markmiðið var að finna krækling í fjörunni... framkvæmdarstjóri skemmtanamála fjölskyldunnar ímyndaði sér rómantíska fjöruferð sem yrði fylgt eftir með enn rómantískri kræklingamáltíð. Tja. Við fórum í stutta en skemmtilega fjöruferð í -1 gráðu hita og norðanstrekkingi. Við fundum nokkrar skeljar en tæplega nóg upp í "nös á ketti" Þess vegna var notalegt að fara í sund eftir bíltúrinn og kvöldmaturinn var stórkostlegur hamborgari á American Style ;o)
Vorið kemur... einn daginn... eða verður af og til... eða skiptir það máli?
Síðasti vetrardagur var sannkallaður vetrardagur. Bræðurnir voru dregnir í leikskólann á snjósleðunum sínum. Þeir voru vel útbúnir fyrir þennan 5 mínútna spotta sem það tekur að komast í leikskólann.
Sumardaginn fyrsta fórum við í bíltúr í Hvalfjörðin. Markmiðið var að finna krækling í fjörunni... framkvæmdarstjóri skemmtanamála fjölskyldunnar ímyndaði sér rómantíska fjöruferð sem yrði fylgt eftir með enn rómantískri kræklingamáltíð. Tja. Við fórum í stutta en skemmtilega fjöruferð í -1 gráðu hita og norðanstrekkingi. Við fundum nokkrar skeljar en tæplega nóg upp í "nös á ketti" Þess vegna var notalegt að fara í sund eftir bíltúrinn og kvöldmaturinn var stórkostlegur hamborgari á American Style ;o)
Vorið kemur... einn daginn... eða verður af og til... eða skiptir það máli?
April 24, 2013
MM 08: Fæðingarþunglyndi og fíkn
Mynd: healthwise-everythinghealth.blogspot.com
Fæðingarþunglyndi hefur fengið uppreisn æru hin síðari ár. Hormónaójafnvægi og breyttar félagslegar aðstæður mæðra, þegar þeim er kippt útaf vinnumarkaði hefur fengið umfjöllun uppá síðkastið. Það er gott mál. Oft er mikið ósamræmi á milli glansmyndarinnar í kringum meðgöngu/fæðingu/sængurlegu/brjóstargjöf. Mæður hafa stigið fram og sagt sögur sínar af glímunni við vanlíðan í kjölfar fæðingar. Mér finnst það bera vott um mikið hugrekki. Takk fyrir að deila reynslu ykkar.
Það er samt annar vinkill á þessu.
Hvað með okkur sem líður aldrei eins vel og einmitt uppfullar af meðgönguhormónum. Húðin ljómar. Veröldin er bjartari enn nokkru sinni fyrr. Brjóstagjöfin er draumatímabil sem mæðurnar eiga erfiðara er að rjúfa en blessuð börnin. Við meira að segja mjókkum áreynslulaust við það eitt að gefa börnum okkar rjómakennda fæðu.
Eitt mesta óréttlæti heimsins er að við komumst ekki í meðgöngu og mjólkurhormónana með reglulegu millibili... já, eða þannig ;o)
Þegar þriggja-stráka-mömmurnar í kringum mann eru farnar að svíkja lit og eignast bleika blúndu í fjórðu umferð þá kallar það á naflaskoðun. Hugmyndin um fíkn fær annað samhengi...
April 22, 2013
Tilvitnun 07
Þessi orð Mayu Angelou hafa fylgt mér í nokkrar vikur og vöktu mig til umhugsunar.
Hvernig viltu að fólk minnist þín?
Hvernig heldurðu að það minnist þín?
Ég man vel eftir tveimur grunnskólakennurum sem báðir kenndu vel en vöktu ótrúlega ólíkar tilfinningar. Annar kveikti efasemdir um að ég hefði vitsmuni til annars en að vinna einföldustu færibandastörf og hinn hvatti mig til að vera ég sjálf.
Ég man eftir vinnufélaga sem var naðra og ferðafélaga sem hélt ró sinni, sama hvað á dundi.
Vegna þess hve upptekin ég er af uppeldi og fjölskylduhaldi þá velti ég því fyrir mér hvernig synir mínir myndu muna eftir mér, ef ég hyrfi af yfirborði jarðar í dag. Myndu þeir minnast mín sem tuðandi, úttaugaðrar og tuskuóðrar? Kannski... en vonandi ekki.
Mér þykir yfirleitt vænst um fólkið sem manni líður vel hjá... jafnvel þó það sé meingallað.
Spurðu þig að því hvaða tilfinningu þú skilur eftir hjá fólkinu sem skiptir þig mestu máli?
April 15, 2013
Tilvitnun vikunar 06: Ef peningar skiptu engu máli...
Þetta myndband vakti mig til umhugsunar. Þær 3 mínútur sem það tekur er vel varið í áhorf. Stundum þarf ekki nema 3 mínútur til að kynna fyrir manni byltingakenndar hugmyndir ;o)
Hvað myndir þú gera "þegar þú verður stór" ef peningar skiptu engu máli. Hvað fyllir okkur gleði? Hvernig getum við öðlast fleiri hamingjustundir í lífinu?
Alan Watts var breskur heimspekingur (1913-1975) sem átti stóran þátt í að kynna Zen-fræði fyrir Vesturlandarbúum.
April 10, 2013
MM 07: Ekki segja ekki
Mynd: parentmanual.co.uk
- Ekki hoppa uppí sófanum.
- Ekki henda matnum á gólfið.
- Ekki stríða bróður þínum.
- Ekki skilja fötin eftir á gólfinu.
- Ekki þetta rell.
- Ekki slóra.
- Ekki trufla mig í símanum.
Hljómar þessar setningar kunnuglega?
Hve árangursríkar eru þessar setningar?
Þroskaþjálfi sem ég hef leitað mikið til varðandi ráð við uppeldi fjörkálfanna minna er mikil baráttukona gegn "ekki" setningum. Hún vakti athygli mína á ofnotkun orðsins ekki í samskiptum við börn. Við erum stöðugt að benda börnunum okkar á hvað þau eigi ekki að gera í stað þess að segja þeim hvað þau eigi að gera.
- "Við skulum sitja í sófanum" í stað þess að segja hvað eigi ekki að gera.
- "Maturinn á að vera á disknum" í stað þess að segja hvar hann eigi ekki að vera.
- "Gakktu frá fötunum í rétta skúffu/snaga/skáp" í stað þess að benda á hvar þau eigi ekki að vera.
- ...o.s.frv.
Ég reyni að ritskoða mig áður en ég byrja á ekki-ræðunum. Oft gengur það vel en stundum illa. Það er þó ljóst að samskiptin verða óþvingaðri við börnin okkar (og annað fólk líka) þegar við stillum ekki-setningum í hóf.
Þetta er tilraunarinnar virði ;o)
April 8, 2013
Tilvitnun vikunar:05
mynd: observando.net
Þessa setningu hefur fengið mikla birtingu á veraldarvefnum síðustu mánuði. Ég trúi þessu. Kaupi þetta. Set þetta á vísa-rað. Borga vexti og vaxtavexti af þessum boðskap. Amen!
...en svo gerðist það í síðustu viku að mér var hrint út fyrir minn þægindaramma. Það hefði ekki átt að koma á óvart þó það liggi í augum uppi að það var óþægilegt! Ég hringdi á vælubílinn en hjúkkan sem svaraði vorkenndi mér lítið. Dagana á eftir var ég með harðsperrur í egóinu. Rétt eins og með aðrar harðsperrur þá styrktu þær mig. Ég lifði óþægindin af og græddi nýja sýn á hlutina.
Það sem einum þykir sjálfsagt og einfalt finnst öðrum áskorun - jafnvel óþægilegt. Vertu meðvitaður um hvað þér þykir aðeins of notalegt og hvað þig langar að gera handan við þægilegheitin.
Taktu sénsinn, prófaðu þig áfram og þú græðir nýja sýn og sterkari sjálfsmynd.
April 6, 2013
Gleðigangan: New York
Páskarnir voru gönguhátíð. Daginn eftir píslargönguna fórum við Bjartur til New York. Þar gengum við um frumskóginn á Manhattan.
Við gistum fyrri nóttina okkar á hagkvæmu og smekklegu hóteli á 39th street á Manhattan sem heitir The Pod. Á jarðhæð er litríkur og flottur veitingastaður/bar og á efstu hæð er þakgarður sem er bjútífúl með útsýni yfir borgina og áreiðanlega stórskemmtilegur á hlýju sumarkvöldi.
Vegna tímamismunar vaknar maður snemma og skoðar borgina í morgunsárið. Við gengum um Soho eldsnemma á páskadagsmorgun... og fundum okkur morgunverðarstað. Tókum ferjuna út í Staten Island og til baka í þeim eina tilgangi að komast nær Frelsisstyttunni og sjá skýjakljúfana betur. Ferjan var full af túristum eins og okkur en líka strangtrúuðum gyðingum. Það er hópur sem sker sig úr mannhafinu í stórborginni.
Svo gengum við The High Line sem er nýlegur og skemmtilegur "garður" sem byggður er á rústum lestar sem gekk frá Meatpacking district norður eftir New York með hráefni og afurðir. Garðurinn hefur verið mærður mjög en ég var smá skeptísk því garðar eru jú skemmtilegastir þegar þeir eru í blóma. Mílulöng ganga eftir lestarteinum var þó upplifun, annars vegar vegna þess að þú sérð yfir borgina og hins vegar því þú stígur uppúr skarkalanum á götunni.
Við enduðum í "heitasta" hverfi borgarinnar og töldum því ástæðu til að leita að kokteilbar en þar sem við vorum leitandi fundum við hann ekki strax. Fyrst fundum við Chelsea market sem er gamalt og uppgert vöruhús fullt af litlum sælkerabúðum... alveg bjútífúl! En enginn bar. Um kvöldið fengum við himneska máltíð á Tao.
Seinni dagurinn var helgaður 34. stræti... þe. verslunargötunni góðu. Var svekkt með H&M - alltof mikið af fötum inní búðinni og þegar líður á daginn er allt í rúst. Erfitt að finna eitthvað nema þú sért í zone-inu. Hinsvegar hafði ég fengið ábendingu um Uniqlo sem er hérmeð nýja búðarástin í lífi mínu.
Um kvöldið flaug ég heim til Íslands og Bjartur fór suður til Miami.
...man einhver eftir lokaatriðinu úr myndinni Love Story? Mikið þótti mér gaman að finna þetta skautasvell í garðinum.
Við gistum fyrri nóttina okkar á hagkvæmu og smekklegu hóteli á 39th street á Manhattan sem heitir The Pod. Á jarðhæð er litríkur og flottur veitingastaður/bar og á efstu hæð er þakgarður sem er bjútífúl með útsýni yfir borgina og áreiðanlega stórskemmtilegur á hlýju sumarkvöldi.
Vegna tímamismunar vaknar maður snemma og skoðar borgina í morgunsárið. Við gengum um Soho eldsnemma á páskadagsmorgun... og fundum okkur morgunverðarstað. Tókum ferjuna út í Staten Island og til baka í þeim eina tilgangi að komast nær Frelsisstyttunni og sjá skýjakljúfana betur. Ferjan var full af túristum eins og okkur en líka strangtrúuðum gyðingum. Það er hópur sem sker sig úr mannhafinu í stórborginni.
Svo gengum við The High Line sem er nýlegur og skemmtilegur "garður" sem byggður er á rústum lestar sem gekk frá Meatpacking district norður eftir New York með hráefni og afurðir. Garðurinn hefur verið mærður mjög en ég var smá skeptísk því garðar eru jú skemmtilegastir þegar þeir eru í blóma. Mílulöng ganga eftir lestarteinum var þó upplifun, annars vegar vegna þess að þú sérð yfir borgina og hins vegar því þú stígur uppúr skarkalanum á götunni.
Við enduðum í "heitasta" hverfi borgarinnar og töldum því ástæðu til að leita að kokteilbar en þar sem við vorum leitandi fundum við hann ekki strax. Fyrst fundum við Chelsea market sem er gamalt og uppgert vöruhús fullt af litlum sælkerabúðum... alveg bjútífúl! En enginn bar. Um kvöldið fengum við himneska máltíð á Tao.
Seinni dagurinn var helgaður 34. stræti... þe. verslunargötunni góðu. Var svekkt með H&M - alltof mikið af fötum inní búðinni og þegar líður á daginn er allt í rúst. Erfitt að finna eitthvað nema þú sért í zone-inu. Hinsvegar hafði ég fengið ábendingu um Uniqlo sem er hérmeð nýja búðarástin í lífi mínu.
Um kvöldið flaug ég heim til Íslands og Bjartur fór suður til Miami.
The Pod
The High Line
Chelsea Market
Tao
Central Park
...man einhver eftir lokaatriðinu úr myndinni Love Story? Mikið þótti mér gaman að finna þetta skautasvell í garðinum.
Subscribe to:
Posts (Atom)