November 18, 2012

Hvíldarinnlögn


Hluti af meistaranámi mínu í háskóla var tekin við CBS í Kaupmannahöfn. Þar kynntist ég sjö frábærum stelpum sem voru í sama námi. Dvölin í Köben var mikið ævintýri og margt lærðist sem aldrei var lesið í skólabókum. Við kölluðum félagskapinn Glytturnar og settum það að markmiði að leggja heiminn undir okkur... í það minnsta hið smá Ísland.

Svei mér þá, þær virðast ekki langt frá því að ná settu marki þessar kraftmiklu kjarnakonur.


Í nokkurn tíma hafa þó "reglulegir strategíufundir" legið niðri. Við ætlum að bæta úr því og ein Glyttan bauð okkur hinum í sumarbústað á suðurlandinu. Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið saman uppá síðkastið var þessi bústaðarferð svo áreynslulaus og afslöppuð. Endurnærandi samvera.


Myndarvélin mín varð eftir heima en instagramið í símanum var brúkað þeim mun meira... og konu gæti grunað að þetta væri matarblogg af því að skoða myndirnar. Við borðuðum góðan mat enda eru þær allar listakokkar.









No comments:

Post a Comment