Hoppandi kátur fjörkálfur - álfur varð fjögurra ára í gær. Ósköp sem hann hafði gaman af því að eiga afmæli. Í tilefni dagsins bauð hann fjölskyldunni heim í hádegismat. Það er alltaf gaman að fá fólkið sitt í heimsókn. Afmælisstrákurinn"elskar" grænan og fékk því græna afmælisköku og grænan afmælispakka. Þegar sest var til borðs og nefnt að nú ættum við að syngja tók hann það til sín og söng fallega lagið Takk sem mikið hefur verið sungið á leikskóladeildinni hans.
Til marks um það hve heitt mamman ann drengnum sínum fékk hann Íþróttaálfagalla að gjöf. Til marks um andlegum þroska mömmunnar fékk barnið að klæðast gallanum í afmælisveislunni í stað fallegu fötunum sem höfðu verið sérvalin í tilefni dagsins.
Afmælisbarnið fékk marga fallega pakka sem glöddu litla hjartað og þegar hann var komin á stjá í morgun dró hann nýju gullin sín uppí rúm og raðaði þeim í kringum sig.
No comments:
Post a Comment