February 12, 2012

Borða, biðja, elska



Hljóðbækur eru öðruvísi en hefðbundnar bækur því lesarinn hefur áhrif á því hvernig þú upplifir söguna. Lesarinn er millilðiður sem getur dregið góða sögu niður eða bætt miðlungsgóða bók. Ég er húkkt á hljóðbókum. Það er gott að leggjast með góða bók og lesa en með hljóðbókum er hægt að múltítaska. Með hljóðbókum er hægt að múltítaska; brjóta saman þvott og hlusta á sögu, prjóna og hlusta, ganga með barnavagn og hlusta... og svo framvegis.

Það er ein hljóðbók sem heillar mig meira en aðrar. Metsölubókin "Eat, pray, love" - sumir elska hana og aðrir elska að hata bókina. Sumir hafa einungis séð bíómyndina og fundist hún ömurleg eða alveg frábær. Mín hljóðbók er lesin af höfundinum. Mér finnst hún frábær, rétt eins og ég sé að kynnast manneskju sem hefur skemmtilega sögu að segja. Ég ímynda mér að við yrðum góðar vinkonur ef við myndum bara hittast ;o)
Ég hef gúglað hana og allt.... total fan!

Nú var ég að klára að hlusta á hana í 3 eða 4 skipti og ég velti fyrir mér hvað það er við bókina eða höfundinn sem heillar mig uppúr skónum. Annað eins hefur ekki gerst síðan ég litaði á mér hárið rautt á gelgjunni vegna áhrifa frá Ísfólkinu (sem ég las alla tvisvar).

Ég læt fylgja með link á TED fyrirlestur sem hún hélt fyrir nokkru síðan og líka brot úr myndinni (sem var að mínu mati allt í lagi sem slík en skilaði enganveginn innra ferðalagi þessarar konu.

Það sem heillar mig við bókina eru lífsviðhorfin sem birtast í henni og heiðarleiki hennar við að segja frá erfiðri lífsreynslu og hnyttni í orðavali. Hér eru nokkrar tilvitnanir :
  • Your treasure – your perfection – is within you already. But to claim it, you must leave the busy commotion of the mind and abandon the desires of the ego and enter into the silence of the heart.”
  • “You need to learn how to select your thoughts just the same way you select your clothes every day. This is a power you can cultivate. If you want to control things in your life so bad, work on the mind. That’s the only thing you should be trying to control.”
  • “In a world of disorder and disaster and fraud, sometimes only beauty can be trusted. The appreciation of pleasure can be an anchor to one’s humanity.”
  • “God is an experience of supreme love.”
  • “Learning how to discipline your speech is a way of preventing your energies from spilling out of you through the rupture of your mouth, exhausting you and filling the world with words, words, words instead of serenity, peace and bliss.”
  • “Having a baby is like getting a tattoo on your face. You really need to be certain it's what you want before you commit.” 
  • “You were given life; it is your duty (and also your entitlement as a human being) to find something beautiful within life, no matter how slight.”  
  • “You are, after all, what you think. Your emotions are the slaves to your thoughts, and you are the slave to your emotions.”

 Amen

No comments:

Post a Comment