February 3, 2012
Ár drekans
Í lok janúar hófst nýtt ár samkvæmt kínverska tímatalinu. Ár drekans. Sjálf er ég fædd á ári drekans og hef því ákveðið að þetta verði árið mitt. Kínversku stjörnumerkin tileinka hverju ári einu stjörnumerki, ólíkt vestrænu stjörnumerkjunum sem miða við mánuðina.
Stjörnumerki Kínverja eru 12: uxinn, rottan, svínið, hesturinn, snákurinn, haninn, apinn, geitin, kanínan, tígurinn, hundurinn og drekinn.
Hérna er raunsönn lýsing á eiginleikum okkar drekanna:
Sjaldan bregst að Drekarnir eru fólk sem geislar af prýðis heilsu og þrótti. Þar sem þeir eru gullheiðarlegir eiga þeir hvorki til neins konar nísku ne hræsni og ekki láta þeir draga sig inn í vafasamar athafnir af neinu tagi. En þetta eru líka heimsins lélegestu “diplomatar”! Drekinn er að vísu ekki svo saklaus sál sem Svínið en hann stendur við sannfæringu sína af hreinleik hjartans og á þá til að hlda marga hluti gull, bara af því þeir glóa.
Oft blæs drekinn eldi og brennisteini – vegna sáraómerkilegra hluta. Hann er hugsjónamaður, vill að allt sé fyrsta flokks og vill helst ekki sætta sig við annað en það besta. Því krefst hann oft mikils af sjálfum sér og örðum. En þótt hann krefjist mikils þá gefur hann líka mikið á móti.
Óþolinmóður er hann og þrár og þar sem hann er orðhákur mikill segir hann stundum fleira en hann beinlínis ætlar sér. En sama hve orðljótur hann er, þá eru skoðanir hans þess virði að hlustað sé á þær.
Drekinn er ákaflega stolltur. Hann er svo ákafur í eðli sínu að stundum fer hann offari.
Hann er hæfileikaríkur og vel gefinn, úthaldsgóður og viljasterkur og rausnarlegur mjög. Ekkert er honum ómögulegt. Hvað sem hann gerir mun hann gera vel. Litlar líkur eru til þess að Drekinn eigi eftir að lenda í því að eiga ekki til hnífs og skeiðar
Hvort sem Drekinn leggur út á listamannasbrautina, gerist hermaður, læknir eða stjórnmálamaður, mun honum vegna ágætlega í starfi. Honum vegnar raunar vel hvar sem hann fer. Hann mun ráða fram úr hverjum vanda. En því miður er þessi hæfileiki tvíhentur. Drekinn gæti átt til að gerast baráttumaður fyrir illt málefni – og þar yrði honum ekki síður ágengt en annars staðar. Drekanum er eiginlegt að fara með sigur af hólmi.
Margir festa ást á Drekanum en sjálfur verður hann sjálfur frekar sjaldan ástfanginn. Ekki þjaka hann af áhyggjum af ástmálum og sjaldgæft er að hann verði fyrir vonbrigðum í ástum. Þvert á móti er hitt algengara að hann kremji hjörtu. Konur undir þessu merki eru umkringdar aðdáendum og eiga nóga biðla
Ekki þykir Drekanum það henta sér að giftast á unga aldrei. Margir Drekar eru jafnvel piparsveinar eða piparmeyjar alla ævi. Þeir eru meira en nógir sjálfum sér til að geta metið þá kosti sem einlifinu fylgja. Satt best að segja eru Drekarnir hamingjusamari einir.
En ef Drekinn gengur í hjónaband á annað borð ætti hann t.d. að geta lynt vel við hina góðhjörtuðu Rottu, se tekur við öllu því sem Drekinn réttir að henni – einnig afskiptaleysi og áhugaleysi. En Rottan mun líka njóta margs góðs af sambandinu og öllu því sem Drekinn dregur til búsins. Drekinn mun lika hafa gott af gagnrýnihæfileika Rottunnar og peningaviti hennar.
Sama má segja um Snákinn, en skopskyn hans veður nokkur hemill á stollt Drekans. Karl sem fæddur er undir merki Drekans mun ætið falla fyrir töfrum konunnar sem fædd er undir merki Snáksins. Hann mun líka vera mjög hreykinn af að eiga hana fyrir konu.
Hinn mikilláti og hreykni Hani mun einnig eiga vel við Drekann. Hann mun tína upp þá mola sem falla af borði Drekans og verða feitur af.
En hinn fullkomni betri helmingur handa Drekanum er hins vegar Apinn… bæði í viðskiptum og í ástum. Vegna slægðar Apans og þess styrkleika sem Drekinn býr yfir hafa þeir þörf hvort fyrir annan – en það veit Apinn einn. Rétt er lika að muna að Apinn er sá aleini af öllum merkjunum sem getur leikið á Drekann. Samband Drekans og Tígursins getur varla orðið rólegt eða árekstralaust. En mest af öllu skyldi Drekinn var sig á að lenda undir sama þaki og Hundurinn.
Drekinn mun eiga við ýmsa minni háttar örðuleika að stríða á ævinni. Einkum mun honum seint þykja sem foreldrarnir standi sig nógu vel og geri nógu mikið fyrir hann.
Því torsóttari og erfiðari sigra sem Drekinn vinnur, þeim mun fjær fer því að hann sé ánægður. Samt mun hann verða hamingjusamur á sinn hátt – þótt hann geri sér ekki grein fyrir því fyrr en á síðasta æviskeiði sínu. Það skeið mun veita honum allt sem hann þráir.
Dags daglega glitrar Drekinn og skín. En ljóminn er allur á yfirborðinu. Hann er í rauninni ekki fær um að varpa frá sér þeim innri bjarma sem hrífur og heillar varanlega. Styrkleikurinn sem hann virðist hafa til að bera er þegar nánar er að gáð aðeins uppgerð.
Drekinn er líka í raun heimatilbúið undur. Það má láta hann spúa eldi og gulli eftir því sem hentar. En þagar hátíðinni er lokið og gleðin yfirstaðin er skepnan tekin og brend á báli. Svo rís Drekinn upp úr ösku sinni líkt og fuglinn Fönix, og sér ekki á honum blett eða hrukku.
Frægir Drekar: Sálfræðingurinn Sigmund Freud, Jóhanna af Örk, heimspekinguirnn Jean-Jacques Rosseau, byltingamaðurinn Danton, og enginn annar en Jesús Kristur.
Hvað getur Drekinn orðið: Leikari, listamaður, iðnjöfur, verslunnareigandi, arkitekt, læknir, lögmaður.Byssubófi, prestur, spámaður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment