January 12, 2012

Ársbyrjun

Janúar er mánuður fagurra fyrirheita. Það er eitthvað mikið við orkuna sem einkennir ársbyrjun. Þrátt fyrir flensurnar sem ganga yfir ásamt leiðigjörnum fréttum um lélega sílikonpúða og skort á snjómokstri í borginni þá liggur vel á mér. Ekki bara vegna þess að vetrartíðin er gósentíð skíðafólksins né vegna bjartsýni minnar um að ég standi við áramótarheitin. Ástæðan fyrir innri ró er hreinlega einfaldleikinn í janúar. Öðru nafni kallað rútínan. Eftir annir á aðventunni og öll veisluhöldin yfir jólahátíðina þá dásama ég hversdagsleikann. Það er mikilvægt að þykja vænt um virku dagana í lífinu. Að mæta til vinnu, sinna heimanámi, ryksuga heimilið, koma börnunum í rúmið og prjóna fyrir framan sjónvarpið á kvöldin.

No comments:

Post a Comment